JASS TÓNLIST

Djassinn varð til í Bandaríkjunum

Jass (enska jazz) er tónlistarstefna sem varð til í Bandaríkjunum. Jass tengist blústónlist blökkumanna. Djassinn má rekja til vesturhluta Afríku þaðan sem þrælar voru fluttir til Ameríku og má segja að hann hafi orðið til við blöndun á afrískri og bandaríksri tónlistarhefð. Orðið Djass var fyrst notað yfir tónlist í Chicago um 1915.

Djassöldin

Einn mesti uppgangstími djassins er gjarnan kallaður djassöldin og tengist mjög bannárunum (1919 – 1933) í Bandaríkjunum. Á bannárunum var bannað að framleiða og selja áfengi og þá var djassinn mjög vinsæll. Ekki síst á skemmtistöðum þar sem áfengi var selt ólöglega. Á bannárunum jókst skipulögð glæpastarfsemi þar sem menn eins og Al Capone réðu ríkjum.

Djassinn þótti af mörgum ómerkileg og jafnvel hættuleg tónlist. Í dag er hann hins vegar viðurkennd tónlistarstefna sem margir hafa mjög gaman af.

Spurningar

  • Hvaðan voru þrælar fluttir inn til Bandaríkjanna?
  • Hvernig finnst þér djasstónlist?
  • Djassöldin tengist mjög?
  • Hvað var bannað á bannárunum?

Comment Stream