KOL

Kol

Kol er setberg aðallega gert úr kolefni og kolvatnsefni ásamt öðrum efnum, þar á meðal brennisteini. Kol er jarðefnaeldsneyti sem oft er tengt iðnbyltingunni og er enn í dag mesta uppspretta raforku á jörðinni. Kolavinnsla er í dag mest í Kína en þar á eftir koma Bandaríkin, Indland og Ástralía. Kol er að langmestu leyti notuð til eldsneytis í því landi sem þau eru unnin og heimsverslun með kol er ekki mikil.

Surtabrandur

Surtabrandur (öðru nafni mókol eða brúnkol) eru samanpressaðar plöntuleifar og er svartleitur eða dökkbrúnn. Elsti hluti berggrunnsins á Íslandi er byggður upp af hraunlögum frá tertíertímabilinu og á mörkum þeirra finnast sums staðar surtarbrandslög. Útflattir trábolir í surtarbrandslögum kallast viðarbrandur. Surtarbrandur er fremur lélegt eldsneyti miðað við erlend brúnkol og er það vegna þess að í honum er mikið af eldfjallaösku.

Made in MS Paint Made by Bjarni

Comment Stream