Askur Yggdrasils

Askurinn var verndartré goðanna og sameiginlegt tákn alls sem lifði. Var æðstur viða, allra trjáa mestur og bestur. Í efstu limum asksins sat örn. Á milli augna örnsins sat haukurinn Veðurfölnir. Örninn átti í sífellum deilum við Níðhögg (vængjaðan dreka).
           Askur var staðsettur í miðju alheimsins og teygði sig í alla níu hluta þess. Askurinn hafði þrjár rætur en undir hverri rót var brunnur. Í Ásgarði var Urðarbrunnur, í Jötunheimi var Mímisbrunnur en í Niflheimi hjá Hel var brunnurinn Hvergelmir. Við Urðarbrunn voru þrjár systur sem höfðu ótakmörkuð völd yfir örlögum manna. Þær áttu að varðveita rótina svo að askurinn myndi ekki visna.
Mynda heimild: http://www.valkyrjan.com/index-22.htm

Comment Stream