MAKEDÓNÍA

LANDIÐ

Makedónía er í suður-Evrópu. Höfuðborgin í Makedóníu heitir Skopje,  í borginni búa 506.926 manns sem er rúmlega fjórðungur allra íbúa landsins. Makedónía er 25000 ferkílómetrar á stærð og þar búa 2,1 milljón manna. Þar eru 17 flugvellir og lestir sem ganga að Serbíu og Grikklandi og það er verið að vinna í því að búa til lestarteina yfir til Búlgaríu. Það eru 9.573 km af vegum. Það eru 34 borgir í

Makedóníu. En stærstu borgirnar eru :

 1. Skopje
 2. Bitola
 3. Kumanovo
 4. Prilep
 5. Tetovo

Nágrannalönd Makedóníu eru Serbía, Kosovo, Albanía, Búlgaría, Grikkland.

LOFTSLAG OG GRÓÐURFAR

Gróðurfar í Makedóníu er Barrskógur sem er sígrænn skógur. Jarðvegur er víða þunnur og ófrjósamur og sýrustig hátt samanborið við laufskóga. Helstu trjátegundir eru fura, greni, lerki og þinur. Loftslagið í Makedóníu er miðjarðarhafsloftslag. Það eru oftast hlý og þurr sumur. Veturnir eru tiltölulega kaldir með þungri snjókomu.

TUNGUMÁL OG TRÚARBRÖGÐ

Tungumálið sem talað er í Makedóniu er makedóníska eða albanska. Í Makedóníu eru 66,5% makedóníska, 25,1% albanska,3,5% tyrkneska,1,9% rómamál, 1,2% serbeskna og 1,8% annað tungumál

Hér eru nokkur orð á makedónísku

já-da

nei-ne

takk-blagodaram

ég elska þig-te sakam/lubam Unë të dua

Algengasta trúarbragðið í makedóníu er makedónska rétttrúnaðarkirkjan með 65% íbúa. Múslímar eru 33%, aðrir kristnir menn og önnur trúarbrögð um 2%.

FRÆGT FÓLK

 • Rita Ora hún er söngkona.
 • móðir Teresa hún var trúrleiðtogi
 • Zoran Jolevski hann er stjórnmálamaður
 • Pero Antic hann er körfuboltamaður
 • Katarina Ivanovska hún er módel
 • Goran Pandev hann er fótboltamaður
 • Admir Mehmedi hann er fótboltamaður
 • VINSÆLL MATUR

  Vinsæll matur í Makedóníu eru t.d. fylltar paprikur og baunapottréttir. Hérna er mynd af fylltum paprikum.

  EUROVISION

  Makedónía komst í undanúrslit í Eurovision árið 2014 með lagið To the sky það var Tijana sem flutti það.

  ATVINNUHÆTTIR OG AUÐLINDIR

  Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu skiptast atvinnugreinar svona:

  Landbúnaður 10,2%

  Iðnaður 27,5%

  Þjónusta 62,3%

  Náttúrulegar auðlindir: Járn, kopar, blý, sínk, króm, gull, silfur og timbur o.f

  STJÓRNARFAR

  Stjórnarfar makedóníu er lýðveldi. Makedónía er með forseta sem heitir Gjorge Ivanov og forsetisráðherra sem heitir Nikola Gruevski.

  MENNING

  Makedónía hefur ríkan menningararf í myndlist, arkítekt, ljóðlist og tónlist. Landið hefur marga forna og vel varðveitta staði. Ljóða-, kvikmynda- og tónlistahátíðir eru haldnar árlega.

  fáni Makedónínu

  LANDSLAG

  Makedónía er landlukt land sem þýðir að það er engin sjór í kringum landið. Í Makedóníu eru stór og falleg fjöll. Þrjú stærstu fjöllin eru:Lake Ohrid, Lake Prespa og Dojran Lake. Það sem er líkt með íslandi og Makedóníu er að það eru líka jarðskjálftar. Síðast þegar það kom jarðskjálfti var árið 1963 í Skopje þá létust yfir 1.000 manns.

  Comment Stream