Adolf Hitler

Adolf Hitler (1889-1945) var fæddur í Austurríki og kom úr miðstéttarfjölskyldu. Hann lauk skólagöngu sinni 16 ára gamall án þess að taka lokapróf. Hann langaði til að læra myndlist og sótti um skólavist í bæði listaakademíu og arkitektaskóla í Vínarborg. En próflaus komst hann ekki inn og svo stóðst hann ekki heldur verklegt inntökupróf. Til að afla sér tekna seldi hann málverk og póstkort sem hann bjó til sjálfur.

Þegar fyrri heimstyröldin braust út gerðist hann sjálfboðaliði í bæverska hernum og barðist á vesturvígstöðvunum fyrir þjóðverja nær allt stríðið, þar til hann særðist þann 15. október 1918 eftir gasárás og var fluttur á herspítala. Eftir ósigur Þjóðverja settist Hitler að í München í Bæjarlandi og gekk 1919 í stjórnmálaflokk sem seinna var kallaður Nasistaflokkurinn. Hitler varð formaður þess flokks 1921 og leiddi flokkinn til æviloka. Hitler komst til valda árið 1933 en þá var hann útnefndur kanslari Þýskalands af Hindenburg, forseta Þýskalands. Eftir fráfall Hindenburgs árið eftir tók Hitler sér titil kanslara og foringja og var í reynd orðinn einræðisherra í Þýskalandi. Á valdatíma sínum leiddi Hitler Þýskaland út í stríð við flesta nágranna sína. Með innrás Þjóðverja í Pólland 1939 hófst seinni heimstyröldin sem lauk með algerum ósigri Þjóðverja sex árum síðar.

Og svo framdi Hitler sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi í berlín árið 1945.

Comment Stream