9. kafli

Þá sagði Gangleri: Mikið þykir mér það mikið þrekverki þegar þið settuð sólina og tunglið á himininn. Hvaðan koma mennirnir sem byggðu heiminn?

Hár svarar: Synir Bors gengu með ströndinni og fundu tvö tré, tóku þau upp og sköpuðu menn. Fyrsti sonurinn gaf líf, annar gaf vit og hræring og sá fjórði gaf andlit, málið, heyrn og sjón. Einnig gáfu þeir þeim klæði og nöfn. Karlmaðurinn hét Askur og konan Embla og fengu þau að búa í Miðgarði. Þannig hófst mannkynið.

Næst gerðu þeir sér borg í miðjum Ásgarði, kölluð Trója. Þar bjuggu Guðin og ættir þeirra. Þar er einn staður sem heitir Hliðskjálf, þar sem Óðinn settist í hásæti þar sem hann sá alla heima og athæfi allra. Konan hans hét Frigg Fjörgynsdóttir og kemur af ættum ása, þær ættir sem hafa byggt Ásgarð hinn forna.

Því má kalla Óðinn Alföður þar sem hann er faðir allra goðanna og manna. Jörðin var dóttir hans og kona hans. Af jörðu gerði hann fyrsta soninn, Ásaþór. Hann var öflugur og sterkur og sigrar því öll kvikindi.

Comment Stream