Verkefnasíða Tönju

Nafn bókar: Freyju Saga:Múrinn
Útgáfuár: 2013
Höfundur: Sif Sigmarsóttir
Blaðsíðutal: 365

Verkefni 1 09.01.2015: Úr nútíð í þátíð
Bls. 7

 Úr sumum augnanna sem UMKRYNGJA  hann SKÍN hatur, úr öðrum háð, enn öðrum ótti. Í engum þeirra SÉST hinsvegar minnsti glamp hiks.

  Baldur VÍKUR sér undan bliki þeirra og LÍTUR um öxl. Hann ER næstum kominn fram á gilbrúninna. Hann FIKRAR sig samt enn eitt skref aftur á bak.

  Þokan ER sótdimm svo varla SÉST yfir á hinn gljúfurbarminn. Hann HEYRIR niðinn í ánni sem HLYKKJAST hljóðlega langt fyrir neðan eins og snákur sem beið bráðar sinnar.

Mér finnst það ekki breyta sögunni neitt mikið þegar þú lest báða textana. Það bara breytist aðeins tilfinningin fyrir tímanum í bókinni.

Verkefni 2 Tala sagnorða
15.01.2015:

  "Ekki hafa (f.t) neinar áhyggjur" sagði (e.t) hann. "Þú verður (e.t) enga stund að tileinka (e.t) þér vinnubrögðin." Hann strauk (e.t) burt skollitaðan hárlokk sem hafði(e.t) fallið(e.t) fram á enni og skorðaði(e.t) hann bak við eyrað. Ikol virtist(e.t) ekki mikið eldri en tvítugur en samt var (e.t) hann nauðasköllóttur á hvirflinum. En í hliðunum hafði (f.t) hann síðar lýjur svo höfuðið á honum líktist (e.t) úfnu fuglshreiðri með gati í miðjunni.

Þessi textabútur varð fyrir valinu fyrir tilviljun. Hann fjallar um það að Ikol er að hjálpa Baldri í fyrsta vinnudeginum sínum.

Verkefni 2 Persónur sagnorða
3 19.01.2015

                                                                                    Tíundi dagur hörpu, Vanheimar

Kæri bróðir

Hindruninni hefur verið(3.pers.) rutt(3.pers.)úr vegi. Ekkert er (3.pers.) lengur því til fyrirstöðu að af umræddu friðarsamkomulagi verði (3.pers.)og friðarfórnin verði (3.pers.) innt af hendi. Gíslaskiptin skulu (3.pers.) eiga (3.pers.) sér stað við sólsetur sjö dægrum eftir dagsetningu þessa bréfs. Föruneyti mun fylgja (3.pers.) barninu til borgar þinnar til afhendingar og jafnframt taka (3.pers.)við tryggingu borg minni til handa.

Megi andar feðranna blessa (3.pers.) þig.                                                               Ying.

Það er verið að tala um það sem þeir og aðrir ætla að gera.

Verkefni 4. Ópersónulegar sagnir
16.02.2015

Valda langar í steik. Hafþóri virðist fátt ætilegt í eldhúsinu. Auði hungrar í mat og það batnar ekki þótt Anna María borði kleinur. Mér sýnist Jóhanna vera stærri. Okkur velgir við matnum. Hann lét sér fátt um finnast. Snjóaði mikið? Les Ína mikið? Syfjar þig? Hver kann þetta lag? Lögreglan grunar Birki en hana skortir sannanir. Snjólaugu munar um minna. Karl ók hratt. Rúrý vantar blek. Stjórnmálamennina langar í kosningar. Ástandið versnar. Magnús vann lengi í gær. Guðrún heyrði hávaðann. Harpa ávítaði drenginn. Steini kól í frostinu. Bátinn rak á sker. Kirkjuna ber við himin. Tönju geðjast vel að Láru. Birnu setur hljóða. Einar setur bókina á borðið. Þið sitjið og ykkur stendur á sama þótt við stöndum. Mér líkar vel við þig en undrar hve latur þú ert. Okkur mislíkaði við hann. Okkur óraði ekki fyrir því. Mig minnti að Óliver hefði minnt þig á fundinn. Hún líður áfram í sæluvímu en mér líður illa. Heiðdísi kólnar þó að sólin skíni. Tinna lenti vélinni.

Ópersónulegar sagnir kallast ópersónulegar vegna þess að þær laga sig ekki að einni persónu. Sögnin er þess vegna eins í öllum persónum og föllum.

Verkefni 5.  Sjálfstæðar og ósjálfstæðar sagnir
18.02.2015

Hún starði á bréfið og óskaði þess að hún gæti látið það HVERFA með augnaráðinu.

Þau hin höfðu svo gott sem fæðst með síman í hendinni.

Tala í hann.

Horfa á hann.

Hlusta á hann.

anda.

Snifsi sem hafði fokið inn um gluggan hennar fyrir tilviljun.

Það var svo margt að læra.

En rétt eins og hún var orðin góð í að trúa því sem hún vildi trúa var hún orðin góð í að halda rottuni inni og slökkva efasemdirnar eins og bál sem vatni er skvett á.

Alltíeinu var orðið erfitt að anda.

Allar setningarnar eru misjafnar.

Verkefni 6. Áhrifasagnir
02.03.2015

Formaðurinn reifaði málið ( fallorð í þolfalli ). Nonni sækir stundum blöðin ( fallorð í þolfalli ). Ferðamennirnir hlóðu vörðu ( fallorð í þolfalli ). Þórður neytti ekki víns ( fallorð í eignarfalli. Guðný bauð mér á ball ( fallorð í þolfalli ). Við báðumst afsökunar ( þolfall í eignarfalli ). Við mættum mörgum bílum ( fallorð í þágufalli ). Ég kvikmyndina ( fallorð í þolfalli ) í gær. Kennarinn þekkir öll börnin ( fallorð í þolfalli ). Sigfús Jónsson réð ferðinni ( fallorð í þágufalli ). Grímur saknar unnustu ( fallorð í þolfalli )sinnar. Heilsaðu manninum ( fallorð í þágufalli ). Biskupinn vígði kirkjuna ( fallorð í þolfalli ). Plötusnúðurinn spilaði lagið ( fallorð í þolfalli ). Jón Páll lyfti tunnunni ( fallorð í þágufalli ).

Verkefni 7. Áhrifslausarsagnir
13.04.2015

Baldur laut höfði. Hann hafði ekki kvatt Svaðilfara þegar þeir Jónhallur lögðu í hann. Hann skildi ekki hvernig hann gat stefnt Freyju í voða. Hann skildi svo sem alveg að eitthvað þyrfti. Það litla sem hann vissi, það litla sem Zheng hafði sagt honum um ástandið í Dónol á meðan þeir dvöldu í fangelsinu, gaf ekki ástæðu til bjartsýni. En þetta skildi hann ekki. Þegar Svaðilfari rétti honum höndina í kveðjuskyni tók hann ekki í hana heldur snéri sér undan og labbaði burt.

Verkefni 8. Samsettar sagnir
28.04.2014

Ég læt eftir sjálfri mér að líta um öxl. Ég ræð ekki við mig. Ég horfi á stelpur sveima um í appelsínugulum kuflum eins og logar. Umhverfið virðist fjarlægjast mig, hörfa í snatri. Raddirnar í kringum mig renna saman í eitt og verða eins og stöðugur niðurinn í hafinu sem leikur undir hrynjandinni í strætum Portland og maður er löngu hætturtaka eftir. Allt er svo stíft og skýrt og frosið, eins og teikning þar sem útlínurnar hafa verið dregnar með bleki - bros foreldranna eru frosin, flass myndavélanna eru blindandi, munnar hanga opnir og tennurnar eru gljáandi, það glampar á dökkt, glansandi hár, himininn er djúp blár og birtan miskunnarlaus, allt er á kafi í birtu - allt er svo bjart og fagurt að stundin hlýtur nú þegar að vera orðin minning, eða kannski draumur.

Verkefni 9. Aðalsagnir og áhrifasagnir

Olga skólastjóri var talinn slyngur stjórnandi. Hún varskrifa í bók og leit upp þegar Tinna kom inn. Tvær rúður höfðu verið brotnar í skólahúsinu og vildi skólastjórinn fá að vita hver hefði kastað steinunum.

'Þú getur hjálpað mér, Tinna, Þú munt vita hver braut rúðurnar.'
'já,' svaraði Tinna, 'en ég hef lofaðsegja það ekki.'
'Og þú munt vilja standa við það sem þú hefur lofað. Maður á alltaf að halda heit sín,' svaraði Olga. 'Og hverjum gafstu svo þetta loforð, Tinna mín?'
'Henni Jóhönnu.'

Verkefni 10. Myndir sagna

Germynd: Hann kastaði mér.  Hann rétti upp aðra höndina.  Ég skalf.

Þolmynd: Kústurinn var notaður. Bækurnar flugu. Gluggatjöldin voru dreginn fyrir.

Miðmynd: Glasið tæmdist.  Kartöflurnar grilluðust.  Hurðin skelltist.

Comment Stream