Fyrri heimstyrj├Âldin

Comment Stream

3 years ago
0

Á fyrstu vikum stríðsins í ágúst 1914 sóttu Þjóðverjar fram í vestri og lögðu undir sig stærstan hluta Belgíu og Norður-Frakklands. Snemma í september stöðvuðu franskar og breskar hersveitir framsókn Þjóðverja við ána Marne, skammt frá París. Eftir það sat allt meira og minna fast í fjögur ár. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir og hroðalegt mannfall tókst hvorugri stríðsfylkingunni að brjótast í gegnum víglínuna sem teygði sig um 700 km frá Sviss að Ermasundi. Hermennirnir grófu sig niður í skotgrafir sem urðu með tímanum gríðarmikil mannvirki. Skotgrafahernaðurinn á vesturvígstöðvunum hefur orðið að nokkurs konar táknmynd fyrir styrjöldina í heild. Þekktustu orrusturnar voru háðar við ána Somme og bæinn Verdun í Frakklandi á árinu 1916. Einnig var hart barist um borgina Ypres í suðvesturhorni Belgíu, þar á meðal seinni hluta árs 1917 við þorpið Passchendaele (sbr. samnefnda kvikmynd frá árinu 2008). Vestur-íslenskir hermenn börðust við Somme og Ypres. Þýski rithöfundurinn Erich Maria Remarque lýsir hlutskipti hermanna eftirminnilega í skáldsögunni Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum (Im Westen nichts Neues) sem kom upphaflega út árið 1929 og hefur verið þýdd á meira en 50 tungumál. Sagan hefur tvívegis verið kvikmynduð (1930 og 1979).