Sólmyrkvi

Sólmyrkvi ísland 20/03/15

Afhverju kemur Sólmyrkvi? , hvað er sólmyrkvi? , (það stendur allt herna i textanum) - Sól­myrkvi (sol­ar eclip­se) verður þegar tunglið geng­ur milli sól­ar og Jarðar og myrkv­ar sól­ina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Það ger­ist aðeins þegar sól­in, tunglið og jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sól­myrkv­ar geta því ein­göngu orðið þegar tungl er nýtt. Við al­myrkva hyl­ur tunglið skífu sól­ar í heild sinni en við deild­ar- eða hring­myrkva er aðeins hluti sól­ar hul­inn, að því er seg­ir á stjörnu­fræðivefn­um.

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026, en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík. Síðasti sólmyrkvi sem kom á island var árið 1986

Heimildir - Stjornufraedi.is

her er myndband af sólmyrkvanum og hvernig hann gerist https://vimeo.com/121259818

Hvað er Sólmyrkvi?

Eru til annarskonar myrkvar? já , Sól­myrkv­ar geta verið þrenns kon­ar: Al­myrkv­ar, deild­ar­myrkv­ar og hring­myrkv­ar. Við al­myrkva hyl­ur tunglið sól­ina alla en við deild­ar­myrkva hyl­ur tunglið sól­ina að hluta til. Við hring­myrkva fer tunglið allt fyr­ir sól­ina en er of langt í burtu frá jörðinni til að myrkva hana al­veg. Frá Íslandi séð er sól­myrkvinn 20. mars 2015 mjög veru­leg­ur deild­ar­myrkvi.

Comment Stream