Listamaður

Finnið eftirfarandi upplýsingar um listamanninn sem þið hafið valið.

Vinna verkefni um einn listamann að eigin vali með frjálsri aðferð t.d. heimasíðu, powerpoint, ritgerðaform, myndbandi, listaverk eða búa til tölvuleik.

Fram þarf að koma:

  • Nafn og þjóðerni listamanns
  • Sýna a.m.k. 5 verk eftir listamanninn og taka fram hvaða tækni hann notar við vinnslu verkana.
  • Hvaða stefnu verk listamannsins falla undir
  • Hvaða áhrif hafa verk listamannsins á þig
  • Finna einn-tvo listamenn sem vinna með svipuðum hætti eða gera svipuð verk.

Ef þú lendir í vandræðum með að finna upplýsingarnar sem eru hér að ofan þá er gott að ræða það við kennarann.

Mikilvægt er að merkja verkefnið ykkar með nafni, ártali og skóla. Vísa í heimildir sem þið notuðu til að afla ykkur upplýsinga. Skila verkefninu með tölvupóst eða vista það á sameign í möppu merkta Myndmennt.

Skilafrestur er síðasti myndmenntartími vetrarins.