Marilyn Monroe

Marilyn Monroe (1. Júní 1926 - 5. Ágúst 1962), var bandarísk leikkona, módel og söngkona á 20. öld. Sviðsframkoma hennar, fegurð og dularfullur dauðdagi gerði hana að eftirminnilegu kyntákni og síðar popp-tákni.

Marilyn fæddist á fæðingardeild héraðssjúkrarhússins í Los Angeles 1. Júní og hlaut nafnið Norma Jeane Mortensen en amma hennar, Della Monroe Grainger breytti því síðan í Norma Jeane Baker(í höfuðið á móður sinni). Það var ekki fyrr en árið 1946 sem að Ben Lyon, yfirmaður hjá 20th century fox vildi láta breyta nafninu hennar í eitthvað sem hentaði leikkonu betur. Þeim datt í hug nafnið Carole Lind, Jean Monroe og Norma Monroe en Ben fannst þau ekki vera að virka, Ben stakk upp á Marilyn því að hann fannst hún og Marilyn Miller vera mjög líkar, og í dag er hún þekkt undir því nafni.

Fyrirsætuferill

Þegar að James Dougherty, eiginmaður Marilyn var í flutningasveitum bandaríska hersins fór hún að vinna í hergagnaverksmiðju. Þar tók ljósmyndarinn David Conover mynd af henni sem var birt með grein í hermannablaðinu Yank. Hann sá strax möguleika hennar sem fyrirsætu og hún skrifaði undir samning við umboðsskrifstofuna The Blue Book Modelling.

Marilyn varð ein af vinsælustu Blue Book fyrirsætunum og myndir af henni birtust á forsíðum margra blaða. Eiginmaður hennar vissi ekki af nýja starfinu hennar fyrr en hann sá vini sinn dást af mynd af Marilyn í tímariti. James skrifaði fullt af bréfum til konunnar sinnar og sagði henni að hún yrði að hætta fyrirsætustörfum þegar hann kæmi heim. Hún ákvað þá að skilja við hann og gerði það þegar að hann kom heim árið 1946.

Upphaf Leikferils

Velgengi Marilyn sem fyrirsæta varð til þess að Ben Lyon, yfirmaður hjá 20th Century Fox kom henni á blað hjá myndverinnu og undirbjó prufutökur. Hann var hrifinn af útkomunni og kallaði hana „næstu Jean Harlow“. Hún skrifaði undir hefðbundinn sex mánaða samning með byrjunarlaun upp á 125 bandaríkjadali á viku.

Í fyrstu fékk hún aðeins örsmá hlutverk í nokkrum kvikmyndum en varð fræg eftir að hún lék í myndum eins og The Asphalt Jungle og All About Eve. Árið 1953 var hún orðin stjarna í Hollywood og fræg fyrir að leika "heimsku ljóskuna" í bíómyndum. Hún var tilnefnd til nokkurra verðlauna, þar á meðal Golden Globe fyrir Some Like It Hot árið 1959 og Bus Stop frá árinu 1956.

Síðustu Árin

Síðustu ár ævi sinnar glímdi hún við veikindi og vandamál í einkalífi og varð fræg fyrir að vera sérstaklega erfið að vinna með. Þegar hún dó, árið 1961, aðeins 36 ára, eftir að hafa tekið of stórann skammt af sterkum verkjalyfum, fór fólk að spá hvort að hún hafi verið myrt.

Meira um Marilyn

Margir hafa haldið því fram að Marilyn hafi átt í sambandi við John F. Kennedy og Robert F. Kennedy sem voru báðir giftir. Sumir hafa jafnvel sagt að Kennedy bræðurnir hafi myrt Marilyn með því að dæla í hana lyfjum. Sú kenning var aldrei tekin alvarlega af lögreglunni enda fundust engin sönnunargögn sem studdu hana. Robert Kennedy var engu að síður í Kaliforníu daginn sem Marilyn dó 4 ágúst árið 1962.

Comment Stream