London

Vefleiðangur

                            Kynning |  Verkefni | Bjargir |  Mat |  Niðurstaða

London

LondonLondon (stundum á íslensku Lundúnir) er höfuðborg Englands og Bretlands.

Í London hefur verið byggð í meira en tvö árþúsund. London er jafnframt ein fjölmennasta borg Evrópusambandsins og þar búa um 7,5 milljónir íbúa. Allt að 14 milljónir manna búa í London ásamtúthverfum.

London er heimsborg í þeim skilningi að hún er einn af leiðandi viðskipta-, stjórnmála- og menningarkjörnum heimsins og hefur verið um árabil. Í dag hefur borgin gríðarleg áhrif á heimsvísu og er þekkt fyrir fjármálastarfsemi sína, næturlíf, tísku og listir. Í London er sannkallað fjölmenningarlegt samfélag, yfir 300 mismunandi tungumál eru töluð þar.

Á stóra Lundúnasvæðinu eru fjórir staðir á heimsminjaskrá UNESCO: Tower of London, söguleg byggð Greenwich, Konunglegi grasagarðurinnog svæðið umhverfis Westminsterhöll, Westminster klaustur og kirkju heilagrar Margrétar.

Nálægt London eru fimm alþjóðaflugvellir sem eru algengir viðkomustaðir ferðamanna. Í borginni eru margir frægir ferðamannastaðir s.s.Westminsterhöllin, Tower-brúin, Buckinghamhöll og Big Ben auk heimsfrægra safna eins og Þjóðminjasafn Bretlands og Listasafn Bretlands.Thames-áin rennur gegnum borgina.

Comment Stream