LOTUKERFIÐ OG UPPBYGGING ATÓMA

Hérna ætla ég að tala um Lotukefið í Náttúrufræði og uppbyggingu atóma 😊

Hvað er lotukefið?

Í lotukerfinu er öllum frumeindum eða atómum sem til eru skipað í kerfi sem hægt er að sýna í töflu. Taflan sýnir innbyrðis skyldleika frumeindanna eftir massa þeirra, sætistölu og rafeindaskipan. Lotukerfið sýnir um leið efnafræðilegan skyldleika frumefna, það er efna sem samsett eru úr einni gerð frumeinda hvert um sig.

Lotur

Lárett röð kallast Lotur. Fjöldi rafeindahvela segir til hvaða lotu frumefnið er í.  

Flokkur

Lóðrétt röð kallast Flokkur. Frumefni í sama flokki hafa áþekka eiginleika.

Málmar og málmleysingjar

Málmar eru föst efni en málmleysingjar eru gas. Málmar gljáa en ekki málmleysingjar. Málmar eru sveigjanlegir en málmleysingjar molna undir þrýstingi. Málmar leiða rafmagn en málmleysingjar ekki, kolefni að undantekningu sem leiðis rafmagn ágætlega.

Uppbygging Atóma

Hérna ætla ég að skrifa aðeins um uppbyggingu Atóma

Uppbygging Atóms

Atóm/frumeindir eru gerðar úr kjarna, sem inniheldur róteindir og nifteindir, og rafeindir eru á sveimi í kringum kjarnann

Róteindir

Eru + hlaðnar og massan 1u

Nifteindir

Eru óhlaðnar og hafa massan 1u

Rafeindir

Eru - hlaðnar og hafa massan 0u

Comment Stream