Samvinnuverkefni 9 ára og 12 ára

Hvað er kynjajafnrétti?

Kynjajafnrétti er mikilvægt mannréttindamál og felur í sér að konur og karlar hafi jafnt vald og taki jafnan þátt á öllum sviðum í opinberu lífi og einkalífi. Það merkir samt ekki að kynin séu eins, heldur að þau njóti sömu réttinda og virðingar. Rétt eins og með öll mannréttindi þarf stöðugt að berjast fyrir kynjajafnrétti og standa vörð um það.

Í meira en hundrað og fimmtíu ár hafa baráttusamtök kvenna beitt sér fyrir því að hinni skipulegu mismunun sem flestar konur upplifa verði útrýmt og að konur og karlar taki jafnan þátt í samfélaginu. Í Evrópu er því líf flestra kvenna og karla töluvert öðruvísi nú á dögum en fyrir einni öld síðan. Helstu baráttumál til að bæta hag kvenna eru:

 • aukin þátttaka kvenna í atvinnulífi
 • jafnt aðgengi að námi
 • bætt efnahagsleg staða kvenna
 • umönnun barna og heimilisstörf dreifist á fleiri hendur
 • fjölskyldumynstur
 • unglingamenning
 • ný upplýsinga- og samskiptatækni

Enda þótt miklar framfarir hafi átt sér stað hvað varðar kynjajafnrétti og viðhorf þar að lútandi í Evrópu er enn ýmislegt sem kemur í veg fyrir að kynin njóti jafnréttis í daglegu lífi.

Staðalmyndir kynjanna

Margar þjóðfélagsstofnanir ýta undir hefðbundnar staðalmyndir kynjanna. Í fjölmiðlum koma konur til dæmis aðallega fram sem þátttakendur í atburðarás, sem þolendur eða umönnunaraðilar, en yfirleitt er sú mynd dregin upp af körlum að þeir séu skapandi, sterkir, klárir og framtakssamir.

Fjölmiðlarnir leggja áherslu á vald karla og afrek, en yfirleitt eru konur, jafnvel afar hæfar og vel menntaðar konur, fyrst metnar eftir útliti sínu. Á þennan hátt er staðalmyndum r og karla viðhaldið og miðlað áfram í fjölmiðlum, þ.e. sjónvarpi, útvarpi, kennslubókum, barnabókum, tímaritum, bíómyndum og ýmiss konar samskiptamiðlum á netinu.

Á sama hátt og fjölmiðlarnir eiga fjölskyldan, skólinn og frístundaheimili einnig þátt í því að ýta undir kynbundnar staðalmyndir. Nýleg rannsókn sýnir að kennarar eru jákvæðari gagnvart strákum ef þeir eru kraftmiklir, atorkusamir, sjálfstæðir, forvitnir og með keppnisskap, en stelpum er oftar hrósað fyrir að vera hlýðnar, góðar, þægilegar, hlutlausar og jákvæðar gagnvart samfélaginu.

Þar sem slíkar staðalmyndir mótast yfirleitt á skólaaldri er staðið í vegi fyrir því að stelpur sýni almennt sjálfstæði í verki, taki þátt í samkeppni og gefi sig að verkefnum á opinberum vettvangi. Stelpur sem uppfylla ekki við- teknar staðalmyndir geta orðið fyrir gagnrýni, útskúfun og jafnvel ofbeldi. Hinar hefðbundnu staðalmyndir kynjanna geta ekki síður komið illa við stráka en stelpur.

Staðlaðar væntingar um karlmennsku, styrkleika og keppnisskap stangast oft á við daglegt líf drengja, svo sem þeirra sem alast upp við óhefðbundið fjölskyldumynstur, atvinnuleysi meðal karla og aukna þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Slík togstreita getur haft áhrif á mótun sjálfsmyndar meðal drengja. Strákar sem falla ekki inn í hina hefðbundnu staðalmynd af körlum geta orðið fyrir einelti og mismunun og átt á hættu að vera skildir út undan.

Hópavinna

Hver hópur skoðar fimm "barnamyndir" og svarar þessum spurningum á blað eða í iPad

 1. Hvaða hlutverk og eiginleika hafa karlar og drengir í myndunum?
 2. Hvaða hlutverk og eiginleika hafa konur og stelpur í myndunum?
 3. Hvernig er útlit karla og stráka oftast í myndunum?
 4. Hvernig er útlit kvenna og stelpna oftast í myndunum?
 5. Hverjum er bjargað? Hver bjargar? Hver er að berjast? Hver er hetjan?
 6. Hversu margar sögupersónur eru ekki hvítar?
 7. Hversu margar sögupersónur eru fatlaðar?
 8. Hversu margar sögupersónur eru ekki gagnkynhneigðar?
 9. Hver er aldur sögupersóna?
 10. Hversu margar sögupersónur eru af erlendum uppruna?

Hópur 1

Toy Story

A Bug's Life

Toy Story 2

Monsters, Inc.

Finding Nemo

Hópur 2

The Incredibles

Cars

Ratatouille

WALL-E

Up

Hópur 3

Toy Story 3

Cars 2

Brave

Monsters University

Meet the Robinsons

Hópur 4

Ratatouille

Bolt

Up

Tinker Bell and the Lost Treasure

Tangled

Hópur 5

Mars Needs Moms

Frankenweenie

Planes

Frozen

Big Hero 6

Kynurslandi sögur fyrir yngri börn

Verkefnið okkar er að hanna sögur sem ganga þvert á staðalmyndir kynjanna fyrir leikskólabörn og/eða yngri börn í grunnskóla

Við notum smáforritin Book creator fyrir rafbók eða iMovie fyrir stuttmynd.

Heimildir

http://vefir.nams.is/litli_kompas/5.7.pdf

Comment Stream