Námstefna SÍ 9.-10. okt. 2015
Umræðupunktar á vinnufundi
13. mars 2015

Viviane Robinson prófessor við Háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi verður aðalfyrirlesari námstefnunnar

  • Hugmynd um að búa til leshópa meðal félagsmanna. Hóparnir lesa greinar og/eða bók eftir Viviane og eiga svo þess kost að hitta hana á málstofu/vinnustofu daginn fyrir námstefnuna. Greitt sérstaklega fyrir það og hámarksfjöldi 20-25.
  • Einnig hugmynd um að MHÍ geti nýtt sér ferð hennar hingað.
  • Ekki enn komið nafn á hinn aðalfyrirlesarann - eruð þið með hugmynd?

Málstofur og menntabúðir

  1. Málstofur hafa verið vettvangur félagsmanna til að kynna verkefni sín í framhaldsnámi og á vettvangi.
  2. Menntabúðirnar þóttu takast vel í fyrra og þar fór fram "umræðan" sem okkur þótti oft vanta á fyrri námstefnur.

Álitamál

  • Eigum við að stytta málstofurnar eða sleppa þeim til að gefa menntabúðunum meiri tíma?
  • Eigum við að flytja menntabúðirnar eða málstofurnar yfir á laugardaginn?
  • Hafið þið hugmynd að þema menntabúðanna?

Laugardagurinn

Eruð þið með hugmynd að erindi, vinnustofu, umræðuefni eða málstofu á laugardeginum sem myndi halda fólki í húsi og nýtast félagsmönnum?

Comment Stream

View Older Posts
3 years ago
0

Menntabúðir föstudeginum, hafa Robinson bæði fyrir og eftir hádegi ef hún treystir sér. Svo finnst mér í lagi að hafa aðeins opið með laugardaginn áfram, hvort það verði umræður um vinnumat eða annað. Held að það geti verið erfitt að kveikja í fólki með málstofum þá

3 years ago
0

Ég vil endilega hafa menntabúðir

3 years ago
0

Færa málstofur á laugardag.

3 years ago
0

Menntabúðir er málið

3 years ago
0

Menntabúðir á föstudeginum eftir fyrirlesturinn, klukkutíma hittingur a laugardegi fyrir aðalfund:)

3 years ago
0

Keyra menntabúðir tvisvar á föstudeginu

3 years ago
0

Um að gera að hafa menntabúðir á föstudeginum og hafa stuttar markvissar málstofur á laugardeginum

3 years ago
0

Gott væri að hafa menntabúðirnar í sama húsnæði og fyrirlestur Vivian svo fólk týnist ekki á milli húsa

3 years ago
0

Í dag heyrði ég nefnda þá hugmynd að hafa bland af málstofum og menntabúðum á föstudeginum. Það er líka möguleiki. Þið standið ykkur vel í að koma með hugmyndir og ábendingar. Takk fyrir þær.

3 years ago
0

Fín hugmynd að hafa blöndu!