Menntabúðir eru viðburður fyrir starfsmenn á öllum skólastigum í Skagafirði að koma og kynna sér (eða kynna fyrir öðrum) eitthvert málefni.

Fyrstu Menntabúðirnar verða um 'Tækni í skólastarfi' og haldnar þriðjudaginn 14.apríl kl.16-18 í Árskóla.

Menntabúðunum er skipt í 2 hluta þar sem þrjár málstofur eru tvisvar og 6 málstofur eru einu sinni. Hver þátttakandi getur því farið á 2 málstofur og er skráning hér fyrir neðan (ekki bindandi skráning).

Frítt er inn, ekki er nauðsynlegt að vera allan tímann og hvetjum við sem flesta að koma og nýta sér þetta tækifæri.

Sjáumst í Árskóla þriðjudaginn 14.apríl kl.16.00

Dagskrá

16.00
Setning

16.15
Kahoot!
iPad með yngri börnum
eTwinning
Nearpod
FabLab

16.50
Kaffi

17.10
Tækni í sérkennslu
Tækni og tónlist
Vendikennsla
eTwinning
Nearpod
FabLab

17.45
Samantekt og slit

Málstofur/Sessur (e.sessions):

-

eTwinning

Ingvi Hrannar Ómarsson
og Guðmundur Ingi Markússon

Nearpod

Bergmann Guðmundsson

iPad með yngri börnum

Jóhanna Þorvaldsdóttir

FabLab

Valur Valsson, Hallfríður Sverrisdóttir og Ólöf Hartmannsdóttir

Kahoot!

Rebekka Dröfn Ragnarsdóttir, nemandi í 5.GKS í Árskóla
og Álfhildur Leifsdóttir

Tækni í sérkennslu

Margrét Björk Arnardóttir og Anna Steinunn Friðriksdóttir

Tækni og tónlist

Íris Baldvinsdóttir

Vendikennsla

Kristján Bjarni Halldórsson

Ertu með fyrirspurn? Sendu okkur þá línu:

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk miðlar af eigin reynslu og þekkingu og aflar sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum með óformlegri hætti en venjan er á hefðbundnum ráðstefnum eða samkundum. Aðferðinni hefur ekki síst verið beitt í tengslum við það að deila reynslu og þekkingu af nýtingu nýrrar tækni. Samkomur af svipuðum toga sem haldnar hafa gengið undir ýmsum nöfnum erlendis, s.s. "unconference", "educamp", "playdate", "teachmeet",

sjá t.d.http://www.teachmeet.net/what-is-a-teachmeet/

Ingvi Hrannar Ómarsson
Kristján Bjarni Halldórsson
Margrét Björk Arnardóttir