Menntavarp er hlaðvarp um menntamál

Umsjónarmenn eru Ragnar Þór Pétursson og Ingvi Hrannar Ómarsson og ræða við aðila bæði á Íslandi og erlendis um menntamál frá ýmsum hliðum.

Hér að neðan má finna eldri þætti sem komu út á myndbandi.

Nú einbeitum við okkur að hljóði og er hægt að finna hlaðvörpin í gegnum Podcast á iPad/iPhone eða í Podcast Addict appinu á Android.

13.þáttur - Samspil 2015 og símenntun.

12.þáttur - Spjaldtölvuvæðing í skólastarfi

11.þáttur - Skóli framtíðarinnar

10.þáttur - Rafnám og Gulleggið

Við munum ræða við Leif og Má í Vallaskóla á Selfossi um rafnám og hugmynd þeirra, sem nefnist Námsefnisbankinn, sem er komin í úrslit í Gullegginu.

9.þáttur - Vinaliðaverkefnið

Við munum ræða við Guðjón Örn, verkefnisstjóra Vinaliðaverkefnisins um verkefnið og kosti þess til þess að bæta skólaanda.

8.þáttur - Bett ráðstefnan í London

Við ætlum að ræða um það helsta sem greip okkar athygli á BETT 2015 í London.

7.þáttur - Gerður G. Óskarsdóttir

Gerður ræðir við okkur um nýútkomna bók 'Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21.aldar', teymiskennslu, námsumhverfi og skólastarf á nýrri öld.

6.þáttur - Helena Sigurðardóttir

Helena, kennari í Brekkuskóla á Akureyri ræðir við okkur um erlent samstarf, tækni og forritunarkennslu.

5.þáttur - Þorsteinn Surmeli

Þorsteinn Surmeli fræðir okkur um vendinám í Keili en margt áhugavert hefur verið að gerast í þeim málum þar.

4.þáttur - Sara Dögg

Sara Dögg Svanhildardóttir, skólastjóri Vífilsskóla ræðir við okkur um jafnréttisfræðslu, Hjallastefnuna og fleira

3.þáttur - Hans Rúnar

Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði ræðir við okkur um Google Apps For Education, Hour of Code, 10fastfingers og fleira.

2.þáttur - Katrín Fjóla

Katrín Fjóla, grunnskólakennari og uppeldis-og menntunarfræðingur og starfar sem deildarstjóri yngra stigs Dalvíkurskóla. ræðir við okkur um Twitter, teymiskennslu, spjaldtölvur og læsi svo eitthvað sé nefnt.

1.þáttur - Berglind Rós 13.10.14

Beglind Rós, lektor við Menntavísindasvið HÍ, ræðir við okkur um markaðsvæðingu skólakerfisins.

Kynningarþáttur mán. 29.09 kl. 17.00

Kynningarþáttur þar sem farið verður yfir þáttinn, rætt hvaða gesti væri gaman að fá, spurningar lagðar til og fleira.

Hlekkir á það sem um var rætt:

Comment Stream

3 years ago
0

Takk fyrir þetta framtak, hlakka til að heyra í Berglind Rós.

3 years ago
0

Spennandi verkefni hjá ykkur félagar - gangi ykkur vel með framhaldið.

3 years ago
0

Hlakka til að fylgjast með

3 years ago
0

Áhugavert. Fylgist með.

3 years ago
0

Gaman að heyra

3 years ago
0

áhugaverður þáttur, flott framtak

3 years ago
0

Takk fyrir það. Já það er af nógu að taka. Takk fyrir hugmyndirnar :)