Freddie Mercury

(5.september 1946 - 24.nóvember 1991)

Freddie Mercury

Farrokh Bulsara, betur þekktur sem Freddie Mercury, aðalsöngvari frægu rokkhljómsveitarinnar Queen fæddist 5. september 1946 í Stone Town, Zanzibar City.

Ásamt Mercury í hljómsveitinni Queen voru Roger Taylor trommuleikari, Brian May gítarleikari og John Deacon bassaleikari. Þeir hafa gefið út fjölda albúma, meðal annars A Night At The Opera (1975), News Of The World (1977), Jazz (1978) og A Kind Of Magic (1986) svo fátt sé nefnt. Freddie Mercury gaf líka út tvö sólóalbúm Mr.Bad Guy (1985) og Barcelona (1988).

Freddie hreifst af báðum kynjum en kom samt aldrei út úr skápnum. Hann var í sambandi með Mary Austin í 6 ár en því lauk þegar hann sagði henni frá kynhneigð sinni. Meðal annars samdi Mercury lagið Love Of My Life um Austin, sem var ástin í lífi hans.

23. nóvember árið 1991 tilkynnti Freddie Mercury opinberlega að hann væri með eyðni, daginn eftir, 24. nóvember lést hann umkringdur vinum og fjölskyldu.

Freddie Mercury að flytja lagið Love Of My Life á Wembley 1986.

Comment Stream