Karl Heinrich Marx

Karl Marx fæddist 5.maí 1818, hann  ólst upp í efnaðri fjölskyldu í Þýskalandi en neyddist til að flýja til Frakklands, Belgíu og síðar til Englands. Orsökin var sú að hinum ríku og voldugu í löndunum þar sem hann átti heima líkaði ekki við hugmyndir hans. Marx tók svo virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Samkvæmt kenningu Karl Marx fór fram barátta milli ólíkra stétta í samfélaginu, Marx hélt því fram verkalýðsstéttin væri sú mikilvægasta. Það var hún sem framleiddi vörurnar.  Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867.