Eistland

:)

Þetta eru nokkur lög frá Eistlandi

Tungumál: Eistneska er þjóðartungan og er næstum eins finnska. Rússnesku tala velflestir líka og auk þess eru margir talandi á sænsku og ensku.

Eistland heldur upp á tvo þjóðhátíðardaga. Annars vegar þann 24. febrúar vegna slita við Sovétríkin árið 1918 og aftur 20. ágúst 1991 þegar landið losnaði aftur við Rússana.

Það voru Eistlendingar sem fundu upp Skype forritið.

Mannfjöldi: 1.3 milljónir.


Lýðveldið Eistland (á eistnesku: Eesti) er land í Norður-Evrópu við Eystrasalt og Kirjálabotn.
Eistland er lýðræðisríki og forseti er kosinn á 5 ára fresti af þinginu.
Ríkisstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins og mynduð af forsætisráðherra og 14 öðrum ráðherrum sem forsetinn setur í embætti
eftir að þingið hefur samþykkt þá. Þingmenn eru 101 talsins.
Landið er 45.226 ferkm. að stærð og höfuðborgin er Tallinn. Opinbert tungumál er eistneska. Nágranna lönd Eistlands eru Lettland og Rússland.

Kadriorg höll

Sumarhöll í barokkstíl sem Pétur mikli lét hanna fyrir sig og konu sína Katrínu fyrstu árið 1718. Það sem vekur sérstaka athygli er sá stórfenglegi garður sem er bakvið bygginguna . Einnig er að finna þarna mikið safn listaverka.

Kirkja og turn heilags Ólafs

Þó að þessi kirkja þyki ekki líkleg til þess í dag þá var hún sú hæsta í heimi árin 1549 til 1625. Stuttu eftir aldamótin 1700 gagnaðist hún svo helst fyrir sjómenn en borgin var þá notuð sem sjóherstöð Eystrasaltsflota Rússa um tíma. Upp í turninn eru yfir 200 tröppur og hún hefur oft orðið fyrir eldingu með tilheyrandi skemmdum.

Miðborgartorgið

Miðborgartorgið er í gamla miðbænum og einsktlega sjarmerandi torg. Þar stendur ráðhúsið og hægt að finna mikið af skemmtilegum veitingahúsum þar hægt er að borða úti. Stutt frá eru helstu verslunargötur Tallinborgar. Iðandi mannlíf.

Comment Stream