Askur Yggdrasils

Askur Yggdrasils stendur í miðjum heiminum og limir hans ná yfir heim allan. Þrjár rætur halda honum uppi. Ein þeirra var á jörðinni, lá í Miðgarði, sem var ríki manna. Önnur þeirra var í Niflheim, þar sem flestir fara þegar þeir deyja, semsagt ríki Heljar. Þriðja rótin lá svo uppi á himnum þar sem ásarnir áttu aðsetur, í Ásgarði.

Allar ræturnar liggja ofan í einhverja brunna. Ein fer í Urðarbrunn í Ásgarði. Þar eiga goðin dómstað sinn. Önnur fer í Mímisbrunn, í Jötunheim. Í honum býr mikil viska. Mímir passar uppá brunninn og drekkur úr honum á hverjum degi, þess vegna er hann mjög vitur. Aðrir þurfa að borga hátt gjald fyrir að sopann. Síðasta rót Asks liggur í Hvergelmi í Niflheimum. Þar er miðstöð alls vatns, en einnig er sagt að Níðhöggur kvelji hina dauðu við Hvergelmi.

Comment Stream