Vikuverkefni


1. Verkefni

Texti úr bókinni 'afbrigði' eftir veronicu roth

Bls. 19-20

Nútíð

"Þegar þau opnast andartaki seinna er ég stödd annarsstaðar. Ég er komin aftur í mötuneytið en enginn situr við löngu borðin og ég sé útum glerveggina að það er farið að snjóa. Á borðinu fyrir framan mig standa tvær körfur. Í annari er stór ostbiti en í hinni hnífur, álíka langur og framhandleggurinn á mér. "Veldu" segir kvenmannsrödd fyrir aftan mig. "Afhverju?" Spyr ég. "Veldu" endurtekur hún. Ég lít um öxl en þar er enginn. Ég sný mér aftur að körfunum. "Hvað á ég að gera við þetta?" " veldu" æpir hún. Þegar hún öskrar á mig gufar óttinn upp og þrjóskan kemur í staðinn. Ég set brýnnar og krosslegg handleggina. "Þú um það" Segir hún."

Þátíð

"Þegar þau opnuðust andartaki seinna var ég stödd annarsstaðar. Ég var komin aftur í mötuneytið enginn sat við löngu borðin og ég sá útum glerveggina að það var farið að snjóa. Á borðinu fyrir framan mig stóðu tvær körfur. Í annari var stór ostbiti en í hinni hnífur, álíka langur og framhandleggurinn á mér. "Veldu" sagði kvenmannsrödd fyrir aftan mig. "Afhverju?" Spurði ég. "Veldu!" Endurtók hún. Ég leit um öxl en þar var enginn. Ég sneri mér aftur að körfunum. "Hvað á ég að gera við þetta?" "Veldu!" Æpti hún. Þegar hún öskraði á mig gufaði óttinn upp og þrjóskan kom í staðinn. Ég setti brýnnar og krosslagði handleggina. "Þú um það" segir hún."

Frásögnin verður meira eins og að manneskja sé að segja frá þegar hún er í þátíð, en þegar hún er í nútíð verður frásögnin innlifunarmeiri og hljómar nútímalegri (s.s. Nútíðalegri (mjög kaldhæðnislegt ég veit)).

2. Verkefni

Tala sagna

Texti úr bókinni afbrigði bls. 46

"Í innsta hringnum eru 5 málmskálar, allar svo stórar að ég kæmist fyrir ofan í þeim ef ég hnipraði mig saman. Í skálunum er efni sem á að tákna eitthvert fylkið: gráir steinar fyrir ósérplægni, vatn fyrir fjölvísi, mold fyrir samlyndi, glóandi kol fyrir hugprýði og gler fyrir bersögli. Þegar marcus kallar upp nafn mitt geng ég inn í miðhringinn. Ég segi ekki neitt. Hann réttir mér hníf. Ég sker í höndina á mér og læt blóðið drjúpa í skál fylkisins sem ég vel."

1. Eintala

2. Eintala

3. Eintala

4. Eintala

5. Eintala

6. Eintala

7. Eintala

8. Eintala

9. Eintala

10. Fleirtala

11. Eintala

Ég valdi þennan texta af handahófi

Verkefni 3

21. Janúar

"Ég get ekki barist (1.p.)í kjól, svo ég útvega (1.p.) mér ný föt í Gryfjunni áður en ég geng (1.p.) inní æfingasalinn í síðasta bardagann minn. Ég vona (1.p.) að hann verði við Peter. "Heyrðu, hvar varst þú í morgun?" Spyr Christina þegar ég kem inn. Ég pýri augun til að sjá á töfluna hinum megin í salnum. Reiturinn við hliðina á nafninu mínu er auður - ég er ekki enn komin með andstæðing.

"Ég tafðist,"segi ég.

Fjarki stendur fyrir framan töfluna og skrifar nafn við hliðina á mínu. Gerðu það, láttu það vera Peter, gerðu það, gerðu það...

" Er allt í lagi, Tris? Þú ert dálítið... " segir AL."

4. Verkefni

Valda langar í steik. Hafþóri virðist fátt ætilegt í eldhúsinu. Auði hungrar í mat og það batnar ekki þótt Anna María borði kleinur. Mér sýnist Jóhanna vera stærri. Okkur velgir við matnum. Hann lét sér fátt um finnast. Snjóaði mikið? Les Ína mikið? Syfjar þig? Hver kann þetta lag? Lögreglan grunar Birki en hana skortir sannanir. Snjólaugu munar um minna. Karl ók hratt. Rúrý vantar blek. Stjórnmálamennina langar í kosningar. Ástandið versnar. Magnús vann lengi í gær. Guðrún heyrði hávaðann. Harpa ávítaði drenginn. Steini kól í frostinu. Bátinn rak á sker. Kirkjuna ber við himin. Tönju geðjast vel að Láru. Birnu setur hljóða. Einar setur bókina á borðið. Þið sitjið og ykkur stendur á sama þótt við stöndum. Mér líkar vel við þig en undrar hve latur þú ert. Okkur mislíkaði við hann. Okkur óraði ekki fyrir því. Mig minnti að Óliver hefði minnt þig á fundinn. Hún líður áfram í sæluvímu en mér líður illa. Heiðdísi kólnar þó að sólin skíni. Tinna lenti vélinni.

Því að orðin laga sig ekki að persónum. Og persónulegt er yfirleitt eitthvað sem lagar sig að persónum.

5. Verkefni

1. Hún svaraði

2. Hvernig þorir þú því

3. Það er erfitt að tala við þig

4. Þá breytist ég

5. Ég stökk af stað

6.  Ég trúi

7. Hann drukknaði

8. Stundum hugsa ég

9. Hún lést í nótt

10. Hann fæddist

6. Verkefni

Formaðurinn reifaði málið(þolfall). Nonni sækir stundum blöðin(þolfall). Ferðamennirnir hlóðu vörðu(þolfall). Þórður neytti ekki víns(eignarfall). Guðný bauð mér á ball(þolfall). Við báðumst afsökunar(eignarfall). Við mættum mörgum bílum(þágufall). Ég kvikmyndina(þolfall) í gær. Kennarinn þekkir öll börnin(þolfall). Sigfús Jónsson réð ferðinni(þágufall). Grímur saknar unnustu(eignarfall) sinnar. Heilsaðu manninum(þágufall). Biskupinn vígði kirkjuna(þolfall). Plötusnúðurinn spilaði lagið(þolfall). Jón Páll lyfti tunnunni(þágufall).

7. Verkefni

Eftir stærðfræðitímann var ég í bobba. Hingað til hafði ég aldrei hangið með Maríu í frímínútum. Embla hefði aldrei tekið það í mál. Lúðarnir standa ekki saman. Í stað þess að mynda gengi forðast lúðarnir hver annan. Þeir halda að þrír eða fleiri lúðar saman í hóp séu lúðalegri en einn eða tveir lúðar á stangli. Þess vegna vorum við Embla yfirleitt bara tvær saman í frímínútunum. Við vorum þá aðallega að bíða eftir því að vinsælu stelpurnar myndu miskunna sig yfir okkur og leyfa okkur að vera með sér. Embla benti á að það væri miklu auðveldara fyrir þær að leyfa tveimur lúðum að vera með en mörgum lúðum. Því hverjir eru þá eftir til að vera lúðar ef allir lúðarnir fá að vera með vinsælu krökkunum?

8. Verkefni

Ég er að lesa bók eftir morakami sem heitir eftir jarðskjálftan, eða after the earthquake. Þetta er mjög sérstök bók eins og flestar bækur eftir hann en hún fjallar eiginlega um allt og ekkert. Þetta er smásögubók með fimm sögum sem gerast allar einhverstaðar hjá/í Japan. Allar sögurnar tengjast samt á eitthvern hátt harðskjálfta sem varð þarna á svæðinu.

9. Verkefni


Olga skólastjóri var talinn slyngur stjórnandi. Hún varskrifa í bók og leit upp þegar Tinna kom inn. Tvær rúður höfðu verið brotnar í skólahúsinu og vildi skólastjórinn vita hver hefði kastað steinunum.
'Þú getur hjálpað mér, Tinna, Þú munt vita hver braut rúðurnar.'
'já,' svaraði Tinna, 'en ég hef lofaðsegja það ekki.'
'Og þú munt vilja standa við það sem þú hefur lofað. Maður á alltaf að halda heit sín,' svaraði Olga. 'Og hverjum gafstu svo þetta loforð, Tinna mín?'
'Henni Jóhönnu.'

10. Verkefni

Úr gullna drekanum eftir isabel allende

Germynd

Þau sáu að gólfið var rakt bls. 83

Miðmynd

Í miðju fór hávaxinn maður sem virtist vera um sextugt bls. 93

Þolmynd

Menn létu aldrei sjá sig með hár í andlitinu bls. 118


Comment Stream