Ritunarverkefni, hvað ætti ég að skrifa?

Eitt verkefni á viku

 • Skrifaðu glæpasögu í fyrstu persónu
 • Skrifaðu frásögn í fyrstu persónu út frá fyrirsögn af forsíðu DV, Vísis, mbl eða RÚV
 • Skrifaðu skopsögu af sjálfum/sjálfri þér í þriðju persónu
 • Skrifaðu út frá einhverju sem þú hefur lesið síðustu vikuna
 • Skrifaðu rímað ljóð
 • Skrifaðu órímað ljóð
 • Skrifaðu sögu sem fjallar um hópþrýsting og hefur að minnsta kosti þrjár nafngreindar persónur
 • Skrifaðu fjórar 25 orða sögur þar sem öll orðin í hverri sögu (nema smáorðin) byrja á sama staf
 • Skrifaðu dagbókarfærslu um dag í lífi frægrar sögupersónu, segðu líka frá því hvað persónunni finnst, ekki bara hvað hún gerði.
 • Skrifaðu handrit að leikþætti
 • Skrifaðu sögu sem gerist alfarið neðanjarðar
 • Skrifaðu sögu sem heitir 'lán í óláni' og byrjar á orðunum: Ég hefði ekki átt að... Og endar á ...sem var nú eins gott!
 • Taktu eða finndu ljósmynd af tré og skrifaðu um allt sem tréð gæti hafa 'séð og heyrt' í gegnum tíðina.
 • Skrifaðu ljóð án sagnorða
 • Skrifaðu ljóð án nafnorða
 • Skrifaðu ljóð án lýsingarorða
 • Skrifaðu sögu í fyrstu persónu sem gerist á elliheimili og hefur að minnsta kosti fjórar nafngreindar persónur
 • Skrifaðu sögu sem fjallar um einelti
 • Skoðaðu eitt af ljóðum Andra Snæs Magnasonar og greindu efni þess í öreindir
 • Veldu eina af smásögum Andra Snæs og skrifaðu sögu um aukapersónu úr sögunni
 • Skrifaðu dagbók einnar sögupersónu sem Andri Snær hefur skapað
 • Skrifaðu greinargerð um rithöfundarferil Andra Snæ
 • Skrifaðu ljóð sem hefur stuðla og höfuðstafi
 • Skrifaðu ástarsögu sem byrjar á orðunum: Bévítans kvikindið... Og endar á ...Hann hafði alltaf elskað hana.
 • Skrifaðu sögu þar sem kemur fyrir ranglátur dómari, fótboltakappi og amma kappans.
 • Skrifaðu sögu þar sem kemur fyrir flekkóttur hundur, garðplöntusali og flugeldasýning.
 • Skrifaðu sögu sem gerist í geimnum
 • Skrifaðu sögu um persónu úr tölvuleik eða teiknimynd sem flyst yfir í raunveruleikann.
 • Skrifaðu sögu sem gerist á hafsbotni
 • Skrifaðu sögu þar sem allar persónurnar eru í raun hlutir
 • Skrifaðu sögu þar sem allar persónurnar eru talandi dýr
 • Skrifaðu sögu um börn árið 2500
 • Skrifaðu sögu um börn árið 1000
 • Farðu á google myndaleit, skrifaðu random í línuna og skrifaðu sögu um
 • Skrifaðu ævintýri þar sem þrítala kemur fyrir
 • Skrifaðu sögu um eina af þessum myndum
 • Skrifaðu sögu um eina af þessum myndum
 • Skrifaðu ævintýri sem byggir á öllum aðalatriðum ævintýra en eitthvað passar ekki.
 • Taktu viðtal við fræga sögupersónu t.d. Harry Potter eða Sherloc Holmes
 • Veldu einn atburð af þessari síðu, kynntu þér hann vel og skrifaðu um hann. Passaðu að láta dagsetninguna koma fram!
 • Skrifaðu sögu um sjálfa/n þig sem persónu í tölvuleik