Svartfjallaland

                                               Svartfjallaland er í Suður Evrópu.

Svartfjallaland er um það bil 14.000 km2 á stærð. Íbúafjöldinn í Svartfjallalandi er  672 þúsund manns og höfuðborgin heitir Podgorica. Í Svartfjallalandi er makkígróður í suð-austri og suð-vestri en í norð-vestri og norð-austri eru laufskógar.  Loftslag Svartfjallalands er Miðjarðarhafsloftslag eða heittempraðabeltið. Meðalhiti í janúar í Svartfjallalandi er að minnsta kosti 10-15 gráður og meðalhiti í júlí er oftast í kringum 20-27 gráður.

Tungumál Svartfjallalands eru serbneska, bosniska, albanska, króatíska og venjulega   tungumálið þeirra er svartfellska og þeir nota evrur sem gjaldmiðill.

. Nágrannalönd Svarfjallalands eru Albanía, Serbía, Króatía, Kosovo og Bosnia Hersegovina. Landið var hluti af Júgóslavíu á  20 öld.

Orðalisti      já - daw      nei - ne     takk - hvala      èg elska þig - volim te/ljubim te.

Vinsæll matur er m.a: lambakjöt soðið í mólk og alls kyns grænmetisréttir.

    Hér fyrir ofan má sjá kort af Svartfjallalandi og fyrir neðan má sjá fána þess.

Forsætisráðherra Svartfjallalands er Milo Ðukanovic. Hann er 52 ára gamall og hefur verið forsætisráðherra síðan 4. desember 2012.

Landslag Svartfjallalands er fjölbreytt. Það eru háir tindar í bland við langar sléttur.

Hæsti tindur Svartfjallalands heitir: Zla Kolata og er 2.534 metrar á hæð.

Hér er listi af stærstu borgum í Svartfjallalandi.

1. Podgorica. Íbúafjöldinn þar er um það bil 156.000.

2. Niksic. Íbúafjöldinn er um það bil 57.000

3. Bijelo Polje og íbúafjöldinn þar er um það bil 23.000 manns.

Forsetinn í Svartfjallalandi heitir Filip Vujanović og er fæddur 1. September 1954 og hann er búinn vera forseti síðan 2003

              Forsetinn í Svartfjallalandi heitir Filip Vujanović og er fæddur 1. september 1954. Hann hefur verið forseti landsins síðan 2003 og er fyrsti forseti Svartfjallalands síðan það fékk sjálfstæði frá Serbíu og Svartfjallalandi í júní 2006. Eftir það hét landið bara Svartfjallaland.

Stevan Jovetic er fæddur 2. nóvember 1989 í Svartfjallaland. Hann er frægur knattspyrnumaður sem spilar fyrir ensku deildarmeistarana í Manchester City. Einnig er hann leikmaður landsliðs Svartfellinga í fótbolta.

Stevan Jovetic er frægur Fótbolta leikmaður frá Svartfjallalandi

Íslendingar hafa oft keppt á móti Svartfellingum í handbolta, enn því miður vann Svartfjallaland Ísland í síðasta leik liðana 25:24 :(

                                   Hér fyrir neðan er þjóðsöngur Svartfjallalands.

                         Podgorica

Podgorica er höfuðborg Svartfjallalands og einnig stærsta borg Svartfjallalands. Podgorica er 108 km2 á stærð og eins og áður sagði þá búa um 156.000 manns þar.

Það er ekki nákvæmlega vitað hvenær hún var stofnuð en það var einhvern tímann fyrir 11. öldina.


Podgorica kom mjög illa út úr seinni heimsstyrjöldinni og var sprengd yfir 70 sinnum sem olli gríðarlegum skemmdum og yfir 4.000 manns létu lífið.

Hér fyrir ofan má sjá kort af Podgorica  og hér fyrir neðan má sjá mynd af Podgorica.

                Athyglisverðir staðir

                          
Eru t.d.:
lengsta ströndinn í Svartfjallalandi sem heitir: Velika Plaza sem er 13.000 metra löng. Eða stærsta fjallið í Svartfjallalandi sem heitir: Zla Kolata sem er 2.534 metrar á hæð.

Menning Svartfellinga er Miðjarðarhafsmenning

og þar eru líka íslömsk áhrif. Menningin er hefðbundin og svolítið gamaldags.

                Trúarbrögð

  Langflestir tilheyra grísku-rétttrúnaðarkirkjunni, um 70%. 20% íbúa eru múslimar og aðrir trúa á  eitthvað annað.

                 Samgöngur

                  Flest fólk í Svartfjallalandi ferðast með lestum milli borga og landa. Lestirnar sem flestir nota  komast alveg upp í 250 km hraða.

                  Eurovision

Svartfellingar hafa keppt í Söngvakeppnin Eurovision síðan 2007 vegna þess að þeir fengu ekki sjálfstæði fyrr enn árið 2006.

Hér fyrir neðan er Eurovision lagið hja Svartfjallalandi sem heitir Moj Svijet sem var sungið af söngvaranum Sergej Ćetković sem lenti í 19. sæti.

         Atvinnuhættir og auðlindir

    Svartfellingar eru aðalalega í iðnaði og þjónustu.

Þeir framleiða stál, ál, landbúnaðarvörur og er með ferðaþjónustu og fleira.

Comment Stream