Menntabúðir í Hólabrekkuskóla

Góður dagur í Hólabrekkuskóla

Mánudaginn 11. maí 2015 héldum við menntabúðir í Hólabrekkuskóla. Við buðum til okkar öllum áhugasömum úr leikskólunum í kringum skólann og úr öllum grunnskólum hverfisins. Það var mál manna að þetta hefði verið vel heppnað og allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi.

Kennarar skólans kynntu ýmislegt sem þeir hafa verið að vinna í og vinna með. Nýr þrívíddarprentari skólans var kynntur og verkefni sem hægt verður að nota hann með.

Kennarar á yngra stigi kynntu vefsíður og öpp sem nýtast í kennslu barna með annað tungumál en íslensku og smáforrit sem nýtast við kennslu yngri barna í tengslum við Byrjendalæsið. Hér fyrir neðan er mynd af skjali sem allir fengu sem kíktu á það borð.

Forritunarkennsla skólans var kynnt, en hér eru allir nemendur frá 1-7 bekk með forritunarkennslu á stundaskrá. 2 . -7. bekkur eru einu sinni í viku, 1. bekkur vinnur í lotum.

Hólabrekkuskóli er með Vinaliðaverkefni í gangi í frímínútum við mikla ánægju starfsfólks og nemenda. Verkefnastjóri verkefnisins í skólanum kynnti verkefnið ásamt verkefnastjóra frá Árskóla, en það er heimskóli verkefnisins hér á landi.

Í Hólabrekkuskóla eru nokkrir kennarar sem nýta sér netnam.reykjavik.is fyrir skipulag kennslu, til að setja inn námsefni í ýmsu formi og til að láta nemendur taka próf. Þetta var líka kynnt á menntabúðunum.

Við fengum líka góða gesti. Nokkrir kennarar úr Kelduskóla og af leiksskólanum Ösp komu og kynntu ýmislegt spennandi sem þar fer fram:

Við fengum kynningu á OSMO fyrir bæði leiksskóla- og grunnskólabörn. Það tæki vakti mikla ánægju gestanna. Bíll sem stýrður er af Ipad vakti líka athygli, svo og lifandi bækur og verkefni. Einnig komu okkar góðu gestir með kynningu á Makey Makey og Garage Band.

Einnig fengum við góðan gest úr Fab Lab í Eddufelli sem kynnti það góða starf sem þar fer fram.  

Allir sem vildu fengu að prófa Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fóru í svakalega rússíbanareið í sal skólans.

Það var samdóma álit allra sem við ræddum við að þetta hefði verið skemmtilegt, fróðlegt og vel heppnað. Við erum þakklát öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera þennan góða dag verulega góðan.

Helga Olsen kynnir smáforrit fyrir Byrjendalæsið
Kynning á frábæru Fab Lab sem er í næsta nágrenni skólans
Lifandi bækur og verkefni kynnt
Kynning á Makey Makey
Góðri vinaliðar kynna Vinaliðaverkefnið
Oculus Rift
Forritunarkennsla Hólabrekkuskóla kynnt
Gaman að leika sér í OSMO
Kynning á úrræðum fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku
Þrívíddarprentarinn góði kynntur og möguleg verkefni fyrir hann

Comment Stream

2 years ago
0

Glæsilegt :)

2 years ago
0

Þetta er alveg til fyrirmyndar. Frábært hjá ykkur :)