LOKI - Halla Lilja og María Hjelm

Loki,

Loki, makar og börn

Loki og sigyn

Sigyn var eiginkonan hans Loka og áttu þau saman synina Nafa og Vála. Ekki stendur meira um það samband í gylfaginningu, en Loki eignaðist börn með 2 öðrum.

Loki og Angurboða

Angurboða var tröllskessa sem bjó í jötunheimum og eignuðust hún og Loki þrjú börn og öll voru þau hvor öðru hræðilegri. Fyrsta barnið var Fenrisúlfur, annað Miðgarðsormur og það þriðja Hel. Þau voru öll getin í jötunheimum og voru spádómar um það að með þeim myndi fylgja mikið mein og óhapp, þar sem móðir þeirra var vond og faðirinn enn verri. Alföður sendi þá guðinn til þess að sækja börnin og færa sér. Hann kastaði þeim síðan öllum á sitthvorn staðin. Hann kastaði Miðgarðsorminum í sjóinn, þar sem hann liggur risavaxinn og nagar í halann á sér, hann henti Hel í Niflheima og gaf henni vald yfir 9 heimum sem hún hugsaði um. Hann hélt úlfinum hjá sér sem svo óx svo hratt að hann vissi ekki hvað hann átti að gera við hann. Síðan fékk hann svartálfa til þess að smíða handa sér fjötur til þess að geta haft hemil á úlfinum.

Loki og Svaðilfari

Þegar búið var að gera Miðgarð og Valhöll kom smiður til goðanna og bauð þeim að hann myndi byggja þeim borg á þrem misserum svo góða að trú og örugg væri fyrir bergrisum og hrímþursum þótt þeir kæmu inn um Miðgarð. Hann vildi fá Freyju, sól og mána fyrir þetta verk. Æsirnir gengu þá á tal og komust að þeirri niðurstöðu að ef hann gæti gert borgina á einum vetri og mætti hann ekki fá hjálp frá neinum fengi hann hvað sem hann vildi. Smiðurinn bað um að fá að hafa hest sinn Svaðilfara með. En því réð Loki er það var til lagt við hann. Smiðurinn notaði Svaðilfara til að draga grjót á nóttunni, og dró hesturinn stór björg. Þeim gekk mjög vel með borgina en eitt kveldið er smiðurinn ók út eftir grjótinu með hestinn Svaðilfara þá hljóp úr skógi nokkrum merr að hestinum og hrein við. Hestarnir taka á hlaup út í skóginn og þessvegna ná þeir ekki að vinna að borginni þá nóttina. Loki hafði þá ferð haft til Svaðilfara að nokkru síðar bar hann fyl sem hafði átta fætur og var sá hestur bestur með hoðum og mönnum.

Comment Stream