Tackk í skólastarfi

Kynning á menntabúðum mars 2015

Tackk leyfir hverjum sem er að skapa hvað sem er og deila því hvar sem er!

Hvað er Tackk

 • Tackk er vefsíðuforrit - Það þarf ekki að sækja forritið - bara fara inn á tackk.com!
 • Það þarf ekki að skrá sig inn - en hjá óskráðum notendum eyðist vefsíðan eftir viku.
 • Frítt að skrá sig inn - með innskráningu geymast Töckkin, þú getur farið inn og breytt/bætt Töckkunum.
 • Með Tackk getur þú gert færslu um hvað sem er t.d. boðskort í partý, boð á foreldrafund, auglýsingu um skólaskemmtun, skrifað hugleiðingar þínar, sagt frá skíðaferðinni þinni eða hvað sem þér dettur í hug.
 • Hægt að deila síðunni með vinum og vandamönnum t.d. í gegnum Facebook, Twitter, Pinterest, email, google+ eða límt á heimasíðu.

Hugmyndir að nýtingu Tackk í Skólastarfi

Tackk - fyrir nemendur

 • Sem skil á verkefni - hægt að skila verkefnum sem innihalda texta - mynd - myndband - hljóð
 • Sem vettvangur til að skrá niðurstöður rannsókna um eitthvað málefni/verkefni
 • Sem rafræn ferilmappa til að sýna verk vetrarins
 • Sem vettvangur til að skrifa um hin ýmsu málefni

Tackk fyrir kennara

 • Sem samskiptasíða við foreldra, t.d. bekkjarblogg, boð á foreldrafundi og aðra viðburði í skólanum
 • Sem kennsluáætlun fyrir nemendur og foreldra - hægt að breyta og bæta ef þarf er líður á árið (annað en með pdf skjöl) og hægt að skoða hvar og hvenær sem er
 • Sem blog til að delila þekkingu og hugmyndum, hægt að fá viðbrögð frá öðrum kennurum
 • Sem síða fyrir vendikennslu - hægt að setja inn myndbönd, myndir og texta um efni sem nemendur geta þá skoðað hvar og hvenær sem er

Tackk er mjög einfalt í notkun og þetta myndband frá Tackk ætti að útskýra það myndrænt fyrir þér.

Takk fyrir að kíkja hér inn með von um að þetta nýtist þér eitthvað.

Hér eru slóðir með frekari upplýsingum um Tackk

https://tackk.com/education

https://tackk.com/educationrealexamples

http://ingvihrannar.com/tackk-einfold-og-falleg-le...

Salóme Þóra og Sæunn Helga

Kennaranemar við HÍ

Comment Stream