Kafli 17

Á himnum eru Álfheimar þar sem Ljósálfar og Dökkálfar búa. Dökkálfarnir búa í jörðinni og eru biksvartir en ljósálfarnir fegri en sólin. Þar er líka Breiðablik, Glitnir og Himinbjörg. Valaskjálf er mikill staður sem Óðinn á, og hann er úr hreinu silfri. Þar er hásæti Óðins og þegar hann situr í því sér hann allan heiminn. Á sunnanverðum himninum er salurinn Gimle sem mun standa þó að himinn og jörð farist. Fyrir ofan himininn er annar himinn sem heitir Andlangur, og á næsta himni fyrir ofan hann sem heitir Víðbláinn gæta Ljósálfar staðarins þar sem Surtarlogi brennur.

Comment Stream