Benito Mussolini

Benito Amilcare Andrea Mussolini var fæddur 29 Júlí 1883. Fjölskylda hans voru smáborgarar, mamma hans var kennari og faðir hans járnsmiður. Hann lauk kennaraprófi en hvarf frá kennslu eftir skamma tíð og fluttist til Sviss. Hann varð gagntekinn af stjórnmálakenningu sem sprottin var af anarkisma. Sú kenning boðaði það að ofbeldi gæti í sjálfu sér orkað sem skírsla. Mussolini var margoft handtekinn fyrir pólítíska áróðurstarfsemi og slæpingshátt og var loks vísað úr landi. Þegar hann sneri aftur til Ítalíu varð hann rithöfundur og skrifaði pistla í dagblöð.

Þegar Ítalía slóst í hóp með bandamönnum til að berjast við Þýskaland árið 1915 gekk Mussolini í herinn. Mussolini fékk stöðu sem undirliðþjálfi, sem var sama staða og Adolf Hitler gegndi, en varð óvígur vegna sprengjubrota og sneri fljótt aftur til Ítalíu.

Fasismi einkennist af andsnúnu lýðræði, frjálslyndi, andkommúnistar, kapítalisma og nútímavæðingu, þjóðernishyggju og kynþáttahyggju.

Árið 1919 stofnaði Benito Mussolini stjórnmálaflokk sem var kallaður fasistaflokkurinn.
Að mörgu leiti hafði hann sömu stefnu og þýski nasistaflokkurinn.
Mussolini var á móti lýðræði og krafðist skilyrðislausrar hlýðni við foringjann. Fasistaflokkurinn fylgdi líka öfgafullri þjóðernisstefnu og vildi gera ítalíu stóra og volduga.
Fasistar héldu því fram að hlutverk kvenna væri á heimilinu.

Árið 1915 höfðu Ítalir skipt um lið í fyrri heimsstyrjöldinni og barist eftir það með bandamönnum gegn Þjóðverjum og Austurríki- Ungverjalandi.

Árið 1922 gekk Benito Mussolini með 25.000 fasistum til rómaborgar til að krefjast þess að hann yrði gerður að forsætisráðherra.Þar sem að fasistarnir voru svo margir þorðu ekki konungar og ríkisstjórn að setja að setja hart á móti hörðu.
Fasistar höfðu einusinni áður boðið fram í þingkostningum, árið 1921 en einungis fengið 7% fylgi.
Þjóðarheiður Ítalía var særður vegna rýðrar útkomu við friðargerðina í versölum.Mussolini notaði sér það og benti á hversu mikið stjórnvöldin hefur brugðist hagsmunum lands og þjóðar á örlagastundu.
Sagði Mussolini að fasistum væru einum treistandi til að vernda hasmuni og heiður ríkisins.

Mussolini hafði stofnað baráttuhópa sem voru kallaðir svartstakkar því þeir gengu í svörtum búningum.
Árið 1924 tókust fasistar að hræða kjósendur og á þann hátt náðu þeir meirihluta á þingi í kostningum. Fengu þeir sextíu af hundrað atkvæðum með kostningarsvikum og ógnum við stjórnamálaandstæðinga sína. Áárunum 1924 til 1925 hreiðruðu fasistar jafnt og þétt um sig í valdastólnum. Þingið var ýtt til hliðar og ritskoðað.Lagt var bann við starfsemi annara stjórnamálaflokka, verkalýðsfélaga og verkfalla.
Árið 1929 gerðu Mussolini og Píus páfi Lateran-sáttmálann, en með honum tókst Mussolini að fá kirkjuna til að leggja blessun sína yfir ríki fasista. Vatíkanið varð viðurkennt sem ríki undir stjórn páfa en á móti viðurkenndi hann ítalska ríkið.
seinni heimsstyrjöldin hófst 1 september 1939 með innrás Þýskalands inn í Pólland. Það leiddi afd sér að Bretland og Frakkland lýstu yfir stríði gegn Þýskalandi 3. sept.
Vorið 1943 gáfust sameinaður her Ítalíu og Þýskalands upp í túnis. Þessar miklu ófarir Mussolini öfluðu honum óvinsælda á Ítalíu og fyrrum stuðningsmenn hans byrjuðu að snúast gegn honum.

Í kjölfar landgöngu Bandamanna á Sikiley og loftárása á ítalska meginlandið snerist þingheimurinn gegn Mussolini og Victor Emmanuel III konungur neyddi hann til að segja af sér 25. júli 1943 og lét taka hann fastan.
Þar með var veldi fasista á Ítalíu fallið. Á þessum tíma var Mussolini með veikur líkamlega og andlega.Eftir handtökuna var farið með Mussolini á skíðahótel í Appenina-fjöllunum um 120 km norðvestan við Róm. Þýsk sérsveit leysti Mussolini úr haldi skömmu seinna. Flogið var með Mussolini í  Úlfsbælið, bækistöðvar Hitlers í Rastenburg í Austur-Prússlandi. Hitler vildi strax fara að gera áform um endurkomu Mussolinis til stjórna Ítalíu en Mussolini var tregur til.Mussolini byrjaði að taka alla af lífi sem höfðu svikið hann. Einn af þeim var tengdasonur hans, Galeazzo Ciano greifi. Mussolini reyndi að efla herinn og afla nýjum flokki sér til fylgis en skreið hans var runnið á enda, þjóðin hafði snúið baki við honum.
Bandamenn sóttu lengra og lengra inn á ítalskt land og Mussolini hrakaði bæði á líkama og sál.Í apríl 1945 ætlaði Mussolini að flýja til Austurríkis en var handtekinn af ítölskum skæruliðum. Daginn eftir, þann 27. apríl 1945, var hann tekinn af lífi ásamt hjákonu sinni Clarettu Petacci og nokkrum fylgimönnum.
Líkin voru sett á mitt Piazza Loreto, í  Mílanó, þar sem allir gátu virt þau fyrir sér. Mannfjöldinn hæddi lík Mussolinis og hrækti á það svo klukkustundum skipti. Einnig var sparkað í það og það skotið. Líkin voru síðan hengd uppá kjötkróka og þau grýtt.
Seinna var lík Mussolinios, eða það sem eftir var af því, jarðsett í grafhvelfingu fjölskyldu Mussolinis í þorpinu Predappio.

Comment Stream