Fréttabréf Grunnskóla Önundarfjarðar

                25. febrúar 2015

Sykurmagn.is

Við höldum áfram að skoða sykurmagn í matvöru. Þessar myndir eru mjög sláandi og fólk gerir sér ekki oft grein fyrir hvað það er að dæla miklum sykri í börnin sín, vörur sem við teljum að séu hollar eru mjög oft stútfullar af sykri og eiginlega ekki boðlegar fyrir börn. Endilega farið inn á sykurmagn.is og skoðið betur.

Dansað gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 13. febrúar s.l. var átakið Milljarður rís-Dansað gegn kynbundnu ofbeldi kl. 12. Við tókum að sjálfsögðu þátt og sýnir myndbandið hér að ofan afraksturinn.

MakeyMakey

Myndbandið hér að ofan sýnir þegar Eva danskennari kom með mjög skemmtilegt dót frá Fablab sem heitir MakeyMakey en það er t.d. hægt að nota til að finna út hvaða hlutir leiða rafmagn. Í myndbandinu sést að þau eru að nota hina ýmsu hluti til að finna út hvort þeir leiddu rafmagn og nota svo hvort annað til þess að leiða rafmagn til að geta spilað á hlutina. Krakkarnir voru mjög hrifnir!

Öskudagur

Myndskeið frá því þegar bæði nemendur grunn- og leikskólans komu í heimsókn á öskudaginn.

Mystery Skype - Svíþjóð

Við fórum í Mystery Skype í dag við skóla í Mölndal sem er smábær rétt sunnan við Gautaborg í Svíþjóð. Við vorum vel á undan þeim að finna út hvar þau bjuggu og skemmtum okkur svo við framburð þeirra á þorpum og bæjum á Íslandi :) Einnig sáum við út um gluggann hjá þeim en þar var rigning og auð jörð og við sýndum þeim út hjá okkur og þá mátti heyra váááaá, þeim fannst mikill snjór og öfunduðu okkur af honum.

Rugldagur

Mánudaginn 2. mars verður rugldagur og hlökkum við til að sjá hvað allir verða ruglaðir.