Riddarar hringstigans

Inngangur

Jóhann er lítill 5 ára strákur með mikið ímyndunarafl. Hann er í lítilli fjögurra manna fjölskyldu sem að inniheldur móður hans, faðir hans og bróður hans. Eftir slys sem varð í byrjun sögunar verða mikil vandamál hjá þessum hugmyndaríka strák. Sagan gerist í hálfbyggðu úthverfi Reykjavíkur.

Einn blíðan morgun í úthverfi Reykjavíkur varð mikið slys. Jóhann hafði barið vin sinn Óla í höfuðið með klaufhamri. Eftir miklar skammir frá föður sínum gefur hann Óla blöðrur til að sættast en Óli fyrirgaf honum ekki og afbauð Jóhanni í afmælið sitt. Væri þetta venjulegt afmæli væri Jóhanni sama en þetta var ekkert venjulegt afmæli. Því að Óli átti frænda í lögreglunni sem að mætir alltaf. Bálreiður fór hann í herbergið sitt og hugsaði um leiðir til að komast í afmælið. Hann fór til móður sinnar og fékk pening til að kaupa afmælisgjöf handa Óla. Jóhann fór dótabúð með peningin og ætlaði að kaupa gjöf en það fyrsta sem að hann tók eftir er að dótasalinn var sofandi. Jóhann flýtti sér og stal einum matchboxbíl handa Óla og síðan stal hann nokkrum hlutum til viðbótar handa sjáfum sér. Hann felur dótið í kjallaranum hjá sér og setur peninginn sem að móðir hans gaf honum í sparibaukinn sinn. Næsta dag fer Jóhann í afmælið óboðinn. Hann lætur Óla fá matchboxbílinn en Óli neitar að tala við hann en Jóhann náði að sættast við hann með því að lofa honum að hann mætti berja hann með klaufhamri næsta dag. Brátt koma allir strákanir í afmælið. Þegar að allir strákarnir er komnir fara Jóhann og einn af vinum hans, Gylfi, og taka gúmmískóna hans Rebba og setja þá inn í miðstöðvarklefann. Eftir að hafa verið í dálítinn tíma í afmælinu mætir hann loksins, frændinn í löggunni. En hann er ekki einn. Hann kom með þrjá aðra lögreglumenn með sér. Lögreglumennirnir fara að glíma en slys varð þegar að einn löreglumannanna rekst í loftljós forsofunnar. Eftir það fóru lögreglurnar í sjómann við strákana. Stuttu eftir það fór pabbi Óla í miðstöðvarklefan og það var svartur reykur allstaðar. Gúmmískórnir hans Rebba höfðu bráðnað í hitanum. Jóhann forðar sér úr afmælinu og heldur heim á leið.

Lokaorð

Riddarar hringstigans er mjög skemmtileg og áhugaverð bók sem að sýnir að hugmyndaflug barna er alveg endalaust. Hún er vel skrifuð og ég mæli sterklega með henni.