13.4.15

Festi svampinn ofan á lokið í dag og fer að sauma á morgun utan um skemilinn. Eins og er er ég næstum búin að sauma gæruna ofan á , á bara eftir að setja hvítt roð á kantinn svo það sé auðveldara að festa gæruna ofan á.

Ég er búin að gera stórt stykki úr afgangsbútum sem eru svart leður, og svart, hvítt og grátt roð.

Þegar ég setti gæruna yfir þar sem að heildarstykkið sérst þá var ekkert lok á svo það var aðeins þynnra en verður.