Ítalía

Ítalía er í Suður - Evrópu. Ítatalíuskagi er 301.000 ferkílómetrar og þar búa u.þ.b. 58.000.000 manns. Höfuðborg Ítalíu heitir Róm.

Ítalski  fáninn

Þetta er fáni Ítalíu. Það eru ekki allir sammála því hvað litirnir í honum tákna. Napóleon Bónaparte, fyrrverandi keisari Frakklands, sagði að græni liturinn komi frá fylkingu Langbarða (e. Lombardy) á Ítalíu þar sem einkennislitur þeirra var grænn og að hvíti og rauði liturinn komi úr fána Mílanóborgar. En því trúa ekki allir því að sumir telja að græni liturinn tákni slétturnar, sá hvíti Alpanna og svo að rauði tákni blóðið sem rann í sjálfstæðisbaráttu Ítala. Aðrir, hins vegar, segja græna litinn tákna vonina, sá hvíta trúna og rauða mannkærleikinn. Og enn aðrir segja jafnvel að græni liturinn tákni basiliku, hvíti mozzarella-ost og rauði tómata.

Um Ítalíu

Ítalía er í laginu eins og stígvél og innihedur 51 eyju t.d. Sardiníu, Isola bella og Sikiley. Sardinía og Sikiley eru stærstu eyjarnar en Isola bella, sem þýðir falleg eyja á íslensku, er lítil eyja í vatni á Ítalíu sem heitir Lago di Maggiore.

Einkennandi landslag

Á Ítalíu eru Appenínafjöll sem liggja eftir endilöngum skaganum. Eldvirkni er nokkur á Ítalíu og Etna á Sikiley er nokkurn veginn stöðugt að puðra eitthvað út í loftið, mismikið þó. Í gamla daga gerði Vesúvíus mönnum stundum lífið leitt og þekktast er það fyrir gosið árið 79 e.kr. sem lagði borgirnar Pompeii og Herculaneum í eyði.  Síðast gaus Vesúvíus árið 1944.

Nágrannalönd, loftslag og gróðurfar

Nágrannalönd Ítalíu eru Sviss, Frakkland, Austurríki og Slóvenía. Loftslagið er ólíkt. Í Pódalnum í norðri ríkir meginlandsloftslag þar sem vetur eru kaldir og sumur heit.  En í suðri ríkir miðjarðarhafsloftslag með mildum vetrum en heitum sumrum.  Bestu ræktarlöndin eru í Pódalnum, þar sem ræktað er hveiti, hrísgrjón, maís og aðrar korntegundir.  Í suðurhlutanum er ræktaður vínviður, ólívur, grænmeti og sítrusávextir.

Frægt  fólk

Það er margt frægt fólk frá Ítalíu tildæmis :

 • Leonardo da Vinci, var listamaður. Hann fæddist 15. apríl 1452 og lést 67 ára.
 • Julius Caesar, sem var stjórnmálamaður, fæddist 13. júlí 100 og lést 57 ára.
 • Luciano Pavarotti. Söngvari sem fæddist 12. okt. og lést árið 2007 (71 árs).
 • Mario Balotelli, fótboltamaður sem fæddist 12 ágúst 1990 og er 24 ára.
 • Marco Polo var landkönnuður. Hann fæddist 15. sept. 1254 og lést 69 ára.

En hér fyrir neðan getið þið skoðað fleira frægt fólk.

Á Ítalíu eru fáir söngvarar sem syngja pop lög, rapp eða eitthvað slíkt þar syngja flestir söngvarar óperu. Pavarotti er frægur óperusöngvari. Hér er frægt lag sem hann syngur.

Stærstu borgir

Stærstu borgir Ítalíu eru höfuðborgin Róm, Flórens sem áður var höfuðborgin, Mílanó,Tórínó, Genúa, Napólí, Barí, Palermo á Sikiley og Feneyjar.

Athyglisverðir staðir

Það úir og grúir af athyglisverðum stöðum á Ítalíu.  T.d. mætti nefna Mílanó, Róm (Hringleikahúsið), Napólí og Flórens.  Auk þess er vínhéraðið Toscana mjög frægt og vinsælt meðal ferðamanna. Skakki turninn í Písa er líka mjög frægur vegna halla hans, en hann átti að vera byggður eins og venjulegur klukkuturn þegar byggingarmenn mældu hann eitthvað vitlaust. En einnig má nefna:

Feneyjar

Feneyjar eru mjög sérstök borg í Ítalíu sem er staðsett norðarlega á Ítalíuskaga. Það sem einkennir borgina er að þar eru ekki götur heldur síki og bátaumferð. Hún er stundum kölluð "borgin sökkvandi".

Cinque Terre

Cinque Terre svæðið er mjög fallegt með klettóttum ströndum og ævintýralegum smáþorpum með litríkum húsum.

Lago di Garda

Lago di Garda er stærsta vatn Ítalíu og vinsæll ferðamannastaður.  Svæðið er mjög fjöllótt og fallegt.  

Atvinnuhættir og auðlindir

Helstu atvinnuvegir Ítala eru landbúnaður og iðnaður. Þeir rækta hveiti, maís og fleiri korntegundir á Pósléttunni. Meðfram ströndunum og á Napolísléttunni eru ræktaðir ávextir, vínviður og ólífur. Á Pósléttunni eru mestu iðnaðarborgirnar en Ítalir eru mjög mikil iðnaðarþjóð. Þar eru framleiddir bílar, vélar og önnur háþróuð tæki.

Samgöngur

Samgöngur á Ítalíu eru góðar. Landshlutarnir eru vel tengdir vegum og járnbrautum. Ítalir eru líka mikil bílaþjóð og framleiða marga þekkta bíla eins og Fiat, Ferrari, Alfa Romeo, Maserati og Lamborghini.

Tungumál

Ítalska er rómanskt mál sem talað er af u.þ.b. 70 milljón manns. Hér eru nokkur dæmi úr ítölsku:

 • Góðan daginn: buon giorno
 • Halló, bless: ciao
 • Vertu sæl (l): arrivederci
 • Hvernig hefur þú það? Come stai
 • Ég hef það gott: sto bene
 • Ég skil ekki (ítölsku): non capisco (italiano)
 • Ég er íslenskur: sono islandese
 • Hvað heitir Þú? Come ti chiami

Smellið á hnappinn til að sjá fleiri orð og setningar á ítölsku.

Trúarbrögð

Meira en 80% þjóðarinnar eru Rómversk-kaþólskir.  Það er ekkert skrítið því í Róm býr æðsti maður kaþólsku kirkjunnar, sjálfur páfinn.  Hann býr í Páfagarði, eða Vatikaninu sem er sjálfstætt ríki í miðri Rómarborg.  Hér er mynd af honum í fullum skrúða:

Stjórnarfar

Á Ítalíu hefur verið lýðræði með þjóðkjörnu þingi síðan eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.  Núverandi forseti landsins heitir Giorgio Napolitano og hefur hann setið í því embætti síðan 2006.

Menning

Menning Ítalíu er rík, en þar er að finna marga staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.  Svo marga að þeir eru fleiri en í nokkru öðru landi.  Þá eru Ítalir þekktir fyrir myndlistarmenn sína, sönglist og ítölsk hönnun er mjög virt í heiminum.

Eurovision

Ítalía hefur unnið Eurovision tvisvar þrátt fyrir margra ára pásu en í fyrra skiptið var árið 1964 og það var söngkonan Gigliola Cinquetti með lagið "Non Ho L'Etá". Seinna skiptið var árið 1990 og það var söngvarinn Toto Cutugno með lagið "Insieme".

Hér ætla ég að sýna ykkur "Non Ho L'Etá" en það hefur verið gert íslenskt lag eftir því sem heitir "Heyr mína bæn".

Vinsæll matur

Vinsælasti matur Ítala er pasta, pizza og kálfakjöt enda er Ítalía frekar þekkt fyrir pizzurnar sínar.

Þjóðsöngur

Að lokum ætla ég að sýna ykkur þjóðsönginn.

"Tackk"fyrir mig!

Comment Stream