Blóðrásin
-flutningur, varnir og hreinsun

Verkefni 1:

Hver af þessum líffærakerfum nota EKKI blóðrásina til að flytja efni eða skilaboð um líkamann: meltingin, innkirtlakerfið (hormónakerfið), taugakerfið?

Verkefni 2:

Hjartað er í raun og veru tvær eins pumpur. Önnur pumpan dælir blóði stutta vegalengd til lungnanna (sem eru staðsett aftan við og til hliðar við hjartað). Hin dælir blóði um allan líkamann. Þversnið af hjartanu gefur mjög sterkar vísbendingar um það hvort pumpan er hvoru megin. Þannig er það vinstra hvolfið sem dælir blóði um allan líkamann en hægra hvolfið til lungna. Hvernig getur maður séð það?

Verkefni 3:

Við tíðarblæðingar er algengast að konur missi 0,035 lítra af blóði. Reglulegir blóðgjafar gefa blóðbankanum um 0,5 lítra af blóði á nokkurra mánaða fresti. Hversu hátt hlutfall (%) af blóði líkamans eru þessar tölur? Og hvaða efni í blóðinu er líklegast til að bæta fyrir blóðmissinn (aukast hraðast eftir blóðtöku)?

Comment Stream