Samfélagsmiðlar

Safn af efni fyrir þema apríl mánaðar á Samspil2015

Í þessum mánuði  er þemað í Samspil 2015 Samfélgasmiðlar.  

Hér skrifar Tryggvi Thayer um hvað samfélagsmiðla, skilgreiningar ofl.

Hvað gerist í Útspili?

Þá eru kynntir allskyns samfélagsmiðlar, Twitter, Pintrest, Facebook, og alls kyns áhöld sem nýst geta við leiðarbókagerð sem eru í raun líka samfélagsmiðlar. Markmiðið þá er aðallega að skoða hvernig kennarar geta nýtt miðlana við eigin þekkingaröflun og starfsþróun

Hvað lærum við í apríl

Þema marsmánaðar eru samfélagsmiðlar. Fjallað verður almennt um samfélagsmiðla í skólastarfi, nýtingu þeirra í leik og starfi, siðferði og öryggismál, netöryggi, samskipti við nemendur, foreldra og annað skólafólk.

Fyrsta vefnámskeið 15. apríl, umsjón Svava Pétursdóttir:

- hugsum um hvaða erindi miðlarnir eigi inn í skólana

- skoðum hvernig þeir geti nýst við kennslu

Annað vefnámskeið 29. apríl umsjón Sólveig Jakobsdóttir:

- hugum að öryggi nemenda, siðferði  og stafrænni borgaravitund.

Áskorun mánaðarins er að prófa einhvern miðil með nemendum, foreldrum eða samstarfsfólki og skrifa um hvernig gekk í leiðabókina.

Efni frá vefnámskeiðinu

Hvers vegna ættum við eða ættum við ekki að nota samfélagsmiðla í skólastarfi: Svör þátttakenda

 • Ábyrgð fyrir kennarann hvað þar gerist
 • Nemendur eru að nota þessa miðla og því eðliegt að vinna með það í skólanum
 • Fjótleg samskiptaleið
 • Sé ekki tilganginn
 • Hamra járnið meðan það er heitt- nemendur eru (ennþá) spenntir fyrir þessari tækni.
 • Nota þau samskipti sem nemendur eru að nota til að ná til þeirra
 • Getur verið tímaþjófur
 • Veit ekki
 • Auðveldar samskipti
 • Getur verið umræðuvettvangur t.d. um e-r verkefni
 • Miklir mörgurleikar felast í því
 • Við ættum að nota það sama og nemendru nota
 • Nútíminn
 • Miklir möguleikar felast í því
 • Virkja þá til gagns
 • Nota það sem fólk er að nota almennt, auðvelt að ná til nemend aog kennara þar, auðvelt að deila efni
 • Til að ná til nemenda á þeim miðlum sem þau nota
 • Vegna þess að þetta er samskiptaleið sem nemendur nota og því betra ð ná til þeirra í gegnum þá
 • Aldur nemenda skiptir máli
 • Gott aðgengi að nemendahópnum
 • Gott til samskipta
 • Gott fyrir kennarahópa
 • Gott í vendikennslu
 • Auðvelt að nota og deila efni
 • Hluti af nauðsynlegri þekkingu
 • Hægt að ná til ákveðinna hópa á einfaldan hátt
 • Kennsluhugmyndir-Samfélagasmiðlar

  Hér eru tenglar á Google drive skjölin þar sem þátttakendur skrifuðu kennsluhugmyndir, en má bæta við.

  Hópur 1:  Hópur 2 :   Hópur 3:   Hópur 4:

  FRAMHALDSSKÓLAKENNARAR

  1) láta stærðfræðinemendur svara spurningunni, Til hvers er gagnlegt að læra stærðfræði? Með þessum aðferðum google docs.

  2) Þemaverkefni á bloggsíðu, frönskuverkefni þar sem nemendur ímynda sér að þeir búi saman í blokk í frönskumælandi landi og þurfa að æfa ýmis samskipti, m.a. skrifleg á bloggi/Facebook. Mjög mikið fjör!

  3) Nota reglulega nearpod forritið sem eru umsjónarkerfi í ipad. Kennari skipuleggur kennslustund, setur inn glærur og myndir og síðan spurningar eða könnun á eftir. Kosturinn við nearpod að þau geta fylgst með annað hvort i símanum sínum eða í tölvunni (enginn hefur verið með ipad til þessa). Kennari stjórnar því sem sést á skjánum og allir sjá það sama í einu. Þeim finnst þetta skemmtilegt tilbreyting. Þau þurfa að fylgjast með til þess að geta svarað spurningunum sem koma strax í kjölfarið. Því er þetta ákjósanlegt þegar þarf að leggja eitthvað (afmarkað) efni fram. Þau eru stundum saman í hópum til þess að virkja keppnisskapið, því hægt er að birta niðurstöður jafn óðum. Einnig er hægt að fá skýrslu frá forritinu um niðurstöður.

  =Nearpod er reyndar ekki beint samfélagsmiðill… áttum við kannski bara miða við þá…?

  4) Danska í framhaldsskóla: Við höfum verið að nota vefsíðu/app sem heitir Quizlet (quizlet.com). Við úthlutum hverjum nema textabút úr kennslubók sem hann “tekur í fóstur”. Á að finna hvaða orð/frasar skipta máli. Skrá það svo inn á þessa vefsíðu ásamt þýðingum. Síðan deila þau sínum orðabanka með hópnum. Vefsíðan býður svo upp á að setja upp “flashkort” úr orðunum eða útbúa próf úr efninu. Hægt að prófa sjálfan sig með ýmsum aðferðum. Þau hafa aðgang í gegnum snjallsíma og geta þannig nýtt þetta hvar/hvenær sem er.

  GRUNNSKÓLI 7.-10. BEKKUR

  5) Hef notað Moodle í yndislestri, lesum í kennslustundum og ræðum á Moodle heima um bókina, læt nemendur koma með sínar hugmyndir um það sem gerist næst.

  6) Hef látið nemendur (unglinga) fara út með símana sína og tákna hugtök í náttúrufræði annað hvort leika eða finna eitthvað sem skýrir hugtakið og taka mynd af því (þau skrifa svo kannski inn á myndina útskýringar) Þessu skila þau svo inn á fb síðu bekkjarins í faginu. Svo er hægt að fara í smá keppni um hvað er frumlegasta útfærslan eða sú besta og láta þau læka myndirnar. Hver má velja t.d. frumlegustu myndina eða bestu útfærsluna. Sú mynd sem fær flest læk vinnur. Þetta er spennandi og oft skemmtilegar umræður þegar við förum yfir myndirnar saman. Tekur bara eina kennslustund.

  7) Gott að nota Moodle til að koma á umræðum um ýmis verkefni í tungumálakennslu. T.d. um verkefni vikunnar eða eitthvað álíka til að þjálfa vissan orðaforða.

  8) Hef látið nemendur skila myndum og myndböndum á facebook. Elsta stig. Náttúrufræði t.d. sveppatínsla

  9) Ég var með nemendur mína í fb hóp og þeir þurftu að skrifa hugleiðingar um efni sem þeir voru að lesa. Ég setti fram spurningar eða fullyrðingar og þeir áttu að commenta. Einnig notaði ég það mikið í vendikennslu þar sem kennslustundir eru teknar upp og nemendur hafa alltaf aðgang að þeim á fb þegar þeir þurfa. Ég hef líka sett mynd af einhverjum þekktum einstaklingum, innlendum og erlendum t.d. sem tengjast náttúruvísindum eða bókmenntum og þau eiga að keppast við að finna út hver sé á myndinni og mega þá nota allar aðferðir til að finna þær.

  10) Hef látið nemendur gera sameiginlega hugarkort - bæði til að vinna og skipuleggja verkefni - eins til að segja frá hvað lærðist í ákveðnum tilvikum eins og vettvangsferð

  11) Hef látið nemendur senda út skipulag við myndatöku í árbók á facebook

  12) þar sem skoðunarkönnunarfídusinn er notaður - krakkarnir geta valið ákveðna tímasetningu sem hentar þeim best - síðan nota þau upplýsingarnar til að raða nemendum niður

  13) Nota forritið kahoot. www.getkahoot.com þar býr maður til reikning og býr til spurningaleiki/keppni. Þetta er hægt að nota í öllum fögum. Spyrja upp úr viðfangsefni eða þjálfa atriði sem búið er að vinna með. Þegar búið er að búa til spurningarnar spilar maður þær og þær koma upp á skjávarpann. Nemendur skrá sig inn á sín tæki/eða tæki skólans á kahoot.it. Þar skrifa þau lykilorð sem kemur upp á veggnum og velja sér leyninafn. Síðan eru spurningarnar spilaðar og þau keppa. Síðan geta nemendur líka búið til spurningar sjálf (búið til sinn reikning) t.d úr ákveðnu efni og leggja fyrir hina. Ég hef notað þetta í dönsku þannig að ég legg inn spurnarfornöfn og svo búa þau til 10 spurningar, tvö og tvö saman og leggja fyrir hina. Allir vinna af áhuga þetta verkefni, burtséð frá getu og allir hafa gaman af að taka þátt í spurningaleikjunum.


  14) Hef notað padlet í lífsleikni með 8. bekk. Allir áttu að finna staðreyndir um netfíkn og birta á vegginn.

  15) Hef nýtt kahoot til að rifja upp fyrir próf. Nota bæði spurningar frá þeim og eigin spurningar.

  16) Nota ‘fake’ Facebook til ad bua til profile fyrir sogufraegar personur, sbr. http://www.freetech4teachers.com/2011/07/three-ways-to-create-fake-facebook.html#.VS6bdWTF9MM

  17) Nota Google Apps við verkefnavinnu - bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni þar sem þau vinna í sömu skjöl sérstaklega Docs og Slides

  18) Google classroom: umræður og verkefnaskil.

  19) Var að búa til “Fakebook” á http://www.classtools.net/ verkefni í morgun þar sem nemendur áttu að gera prófíl um sögupersónur þ.e. Teiknimynda, bókmennta eða úr bíómyndum.

  20) Nemendur hafa notað Titanpad til að vinna að sameiginlegum verkefnum t.d. í 8. bekk. Nemendur hafa unnið verkefni saman á google drive.

  21) Nemendur eru með lokaða síðu í valfögum til að deilda hugmyndun o.fl. árbók og árshátíðarmyndband. Kennarinn setur inn hópa - lista yfir það sem hefur verið ákveðið.

  22) Hef látið nemendur mína gera myndbönd í iMovie á dönsku. Unglingastig. Viðtöl, tónlist, frægt fólk og fl.

  23) Wix síða í átthagafræði.

  GRUNNSKÓLI 1.-6. BEKKUR

  24) Nota Pinterest til að safna saman og skoða hugmyndir fyrir vinnu í Sketchup, en þau teikna og hanna hús.

  25) Vinna saman í hóp á Google docs verkefni um Evrópu og kynna síðan fyrir hópinn, setja t.d. saman kynningu í Prezi.

  26) Heimasíða í Weebly þar sem stuttmyndirnar eru settar inn

  27) Google docs verkefni - notað í Samfélagsfræði - Tímabil Landnámsöld.

  Nemendur fengu úthlutað persónu í Samfélagsfræði og áttu að skrifa frétt um hana. Unnið var með persónur frá landnámsöld og áttu nemendur að skrifa í svipuðu formi og gert er í Séð og heyrt.

  Notuðum þetta hjá 5. bekk, skrifuðum í google docs. Þegar fréttaskrifum var lokið gerðu nemendur kynningu í google slides. Þá voru 5 saman í hópi, gerðar 10 glærur, allir nemendur höfðu þá 2 glærur til að vinna með. Klipptu sína frétt og límdu inn í slides og áttu þá að stytta mál sitt og nota punkta. Síðan haldin kynning fyrir allan hópinn þar sem nemendur voru búnir að búa til blað með fréttunum og sýndu slides kynninguna og sögðu frá blaðinu.

  28) Nemendur í 2. bekk voru að æfa sig í að búa til spurningar úr texta. Í framhaldinu fengu þau fyrirmælablöð þar sem þau unnu 3 saman og bjuggu til fréttatíma. Skoðuðu nokkra fréttatíma á ruv og stöð 2 til að sjá hvernig fréttamenn bæru sig að. Þau tóku svo upp á Ipad fréttatímann sinn og svo var þetta klippt saman og sett inn á FB síðu foreldrahópsins við mikla lukku.

  29) Notuðum youtube til að ná að  teikna dýrin eftir að hafa unnið bók um húsdýrin. Nemendum fannst gaman að geta fundið sjálf hvernig væri hægt að teikna og þeir sem voru óöruggir urðu glaðir að geta loksins teiknað dýr eins og þeir vildu. Þetta var í 3. bekk. Ég þurfti lítið að gera nema þá helst að hjálpa við að skrifa leitarorðin en flest voru með þau á hreinu.

  30) Gaman að notast við youtube (hef gert þetta með 3, bekk), kennari býr til síðu fyrir bekkinn þar sem nemendur setja verkefni inn. Hægt að tengja það við allar námsgreinar. Kynna verkefni, gera leikrit eða tilraunir. Eiinnig hægt að vinna heimildarmyndir í náttúrufræði eða sögu í ipad og skella inn á síðuna. Svo geta krakkarnir sett eitthvað létt þarna inn eins og brandara eða töfrabrögð ;)

  31) Fyrir 6.bekk - hugmynd að kennslustund í Náttúrufræði.

  Nemendur finna tilraun á youtube, pinterest, neti eða í námsbók þau taka upp myndband af þeirra eigin framkvæmd á tilrauninni. Nemendur vinna jafnframt skýrslu á skýrslublöð eða í wordskjali. Nemendur fá qr kóða með slóð inn á padlet.com og þar skila þau verkefnunum.

  32) Sniðugt að nota padlet í bókmenntavinnu. Hægt að stofna borð og allir skrifa eitthvað um sameiginlegan lestur. Koma með gagnrýni, vangaveltur og annað sem tengist bókinni,/ sögunni.

  33) 1. bekkur. Nemendur búa til kennslumyndbönd um það sem þau eru að læra í stærðfræði, gæti verið á youtube og sýna hvert öðru.

  34) Nota Instagram. Búa til aðgang og láta 6. og 7. bekk safna saman þematengdum myndum, t.d. náttúran í nágrenni skólans.

  35) Horfa á myndband á youtube sem kveikju á verkefnum t.d. um jafnrétti

  36) Persónur í lífi Snorra Sturlusonar - kennari safnar saman nöfnum þeirra persóna sem koma helst fyrir í Snorra sögu og setur á litla miða. Nemendur vinna í pörum. Fyrst teikna nemendur mynd af persónunni og skrifa nafn hennar á myndina. Þar næst búa þau til handrit að stuttu myndbandi þar sem koma fram upplýsingar um persónuna og hvernig hún tengist Snorra. Svo gera nem. myndbandið og hlaða því á Youtube (eru með reikning fyrir árganginn) - kennarinn gerir svo QR kóða og prenta út. Nemendur fá svo kóðana og líma á myndina sína. Ef einhver vill fá að vita meira um persónuna þá er bara að skanna kóðann og horfa á myndbandið. Tekur svona 3 -4 kennslustundir.

  37) Bók á bookcreator/app meðnámsefni. 7.bekkur gerði pöddubækur tengdar sígildum sögum sem Námsgagnastofnun gefur út. Vandamálið er að birta bækurnar með öllum fídusum

  LEIKSKÓLI

  38) Verkefni fyrir 5 ára börn.

  Verkefnið:
  1. Börnin eiga að teikna mynd að eigin vali
  2. Taka mynd af teikningunni
  3. Færa myndina inn í Tackk og svo ætlar kennarinn að skrifa frásögn þeirra. Börnin segja hvað er á myndinni.

  39) Hugmynd frá Holti:

  Nemendur á elstu deild unnu kvikmyndir um mismunandi þemu (t.d. um söngleik). Héldu bíósýningu á sal - og miðluðu jafnframt afrakstri á YouTube (með földum tengli) til fjölskyldna.

  Nemendur og kennari tóku upp myndbandið - og kennari klippti myndband með hjálp nemenda

  40) Verkefni fyrir 5 ára börn.
  1. Börnin spurð einhverrar spurningar t.d. hvað er skemmtilegast að leika í leikskólanum

  2. Orðunum safnað inn í Tagexedo

  41) Fara og taka myndir í skólastarfinu , t.d. af hugtökum og safna þeim á Flickr eða Pinterest

  42) Búa til bækur og deila

  Ýmislegt gagnlegt

  Veflægt yfirlit yfir instagram-myndir

  Mögulegt að leita eftir # (myllumerki)

  #skolaverkefni

  Hér er efni frá smiðju um samfélagsmiðla frá alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám, finnið Social Media -  og veljið log in as guest

  Litla fólkið heillað af stóru snertiskjánum #utmessan #penninn #menntaspjall

  Comment Stream

  2 years ago
  0

  hér er áskorunin mín