Gylfaginnig. 8. kafli

Þá segir Gangleri: "Hvað höfðust þá að Bors synir, ef þú trúir að þeir séu guð?"

Hár segir að þeir hafi sett Ými inn í Ginnungagap og gert úr honum jörðina. Blóðið hans fór í vötn og sjó, jörðin af holdi hans og berg og fjöll af beinum hans. Og grjótið er úr brotnum tönnum og jöxlum hans.

Jafnhár segir að blóðinu var safnað saman og notað til að tengja jörðina saman með stóru hafi (Kyrrahafið).

Þriðji segir að hausinn á Ými var tekin og gerður að himni, svo festu þeir dverga á sem hétu Austri, Vestri, Norðri og Suðri.

Þá mælti Gangleri: "Þetta eru mikil tíðindi er nú heyri eg. Furðu mikil smíð er það og haglega gert. Hvernig var jörðin háttuð?"

Þá svarar Hár: "Hún er kringlótt utan og þar utan um liggur hinn djúpi sjár, og með þeirri sjávarströndu gáfu þeir lönd til byggðar jötna ættum. En fyrir innan á jörðunni gerðu þeir borg umhverfis heim fyrir ófriði jötna, en til þeirrar borgar höfðu þeir brár Ýmis jötuns og kölluðu þá borg Miðgarð. Þeir tóku og heila hans og köstuðu í loft og gerðu af skýin.

Comment Stream