Sólmyrkvi

Hér ætlum við að tala um sólmyrkva og allt um það. Hvernig hann verður til og hvenær hann er árið 2015.

Hvað er Sólmyrkvi?

Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Almyrkvar á sólu eru tímabundin tilviljun frá nátturunni. Almyrkvar á sólu geta aðeins orðið þegar tunglið er nýtt.

sólmyrkvi 20. mars

Sólmyrkvinn 20.mars 2015 er almyrkvi. Hann byrjar kl. 08:39 í Reykjavík og endar kl. 10:39. Almyrkvinn verður allveg kl. 09:39. Almyrkvinn stendur lengst yfir í 2 mínútur og 47 sekúndur. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% en 99,4% á Austurlandi. Þetta er mesti sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Almyrkvi verður þegar tunglið hylur alla sólina svo sólkrónan birtist. almyrkvi sést aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni.

Tegundir sólmyrkva

Almyrkvi - Hringmyrkvi - Deildarmyrkvi - Blandaður myrkvi


Almyrkvi

Almyrkvi verður þegar tunglið hylur alla sólarskífuna svo sólarkrónan birtist.

  • Hringmyrkvi

Hringmyrkvi verður þegar sólin og tunglið liggja nákvæmlega í beinni línu en sýndarstærð tunglsins er minni en sólar.

  • Deildarmyrkvi

Deildarmyrkvi verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og tunglið hylur sólina aðeins að hluta

  • Blandaður myrkvi

Blandaður myrkvi er sólmyrkvi sem er bæði hringmyrkvi og almyrkvi. Bladaðir myrkvar eru mjög sjaldgæfir.

Afhverju??

Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu. Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum stærri en tunglið að þvermáli en um leið 400 sinnum lengra í burtu frá Jörðinni en tunglið. Tunglið virðist því smellpassa fyrir sólina við almyrkva.

mynd tekin af sólmyrkvanum 2015 eftir Steinunni Önnu

Comment Stream