Adolf Hitler.

Adolf Hitler 1889-1945 var fæddur í Austurríki og kom úr miðstéttar fjöldskyldu. Hann lauk skólagöngu sinni 16 ára gamall án þess að taka lokapróf. Hann langaði til að læra myndlist og sótti um skólavist bæði í listaakademíu og arkitektaskóla í Vínarborg. en próflaus komst hann ekki inn og svo stóðst hann heldur ekki heldur verkklegt inntökupróf. Til að afla sér tekna seldi hann málverk og póstkort sem hann bjó til sjálfur. 1913 fluttist hitler til Munchen í Suður-Þýskalandi og lét skrá sig sem sjálfboðaliða þegar fyrri heimstyrjöldin braust út. Hann fékk járnkrossinn fyrir hugrekki í bardögum. Ósigur Þýskalands og Versalasamningurinn varð mikið áfall fyrir hann. honum fannst að Þýskaland hefði verið svikið og vildi hefnd.

Heimildir eru: Styrjaldir og kreppa og vísinda vefurinn https://visindavefur.hi.is/

Comment Stream