Vefleiðangur til London

Jóhanna Geirsdóttir

Kynning

London er höfuðborg Englands. Hún er oft kölluð drottning stórborganna. Þangað sækja margir ferðamenn allt árið um kring. Hvort sem þú hefur áhuga á kvikmyndum, listasöfnum, verslunum, veitingahúsum eða næturlífi, fara í leikhús eða horfa á fótbolta, þá er það hér allt í hnotskurn því fáar borgir státa af eins fjölbreyttu menningarlífi, jafnmörgum leikhúsum, söfnum og merkisbyggingum, kvikmyndahúsum og tónleikasölum. Þar við bætast ótal matsölu- og veitingastaðir og vöruúrval í verslunum sem er mjög fjölbreytt.
Í London er best að nota neðanjarðarlestirnar til að komast fljótt og ódýrt á milli staða.

Verkefni

Vefleiðangur til London er ætlaður fyrir nemendur í tölvuáföngum.
Með því að fara í gegnum hann eiga þeir að læra að leita á Vefnum að því sem þeir óska eftir.
Einnig læra þeir að senda skýrslu sem viðhengi í tölvupósti, því vefleiðangrinum lýkur á því að nemendur gefa skýrslu um niðurstöður sínar og senda kennara sem viðhengi í tölvupósti.
Í heild á verkefnið að taka u.þ.b. eina til tvær vikur.
Kennari kynnir verkefnið fyrir nemendum.
Þeir eiga síðan að vinna sjálfstætt – í tölvuveri eða heima – og skila síðan niðurstöðum í lok seinni vikunnar í skýrsluformi til kennara sem viðhengi í tölvupósti. Allar tengingar í síður á Vefnum þurfa að vera virkar í skýrslunni.
Nemendur vinna einn til tveir saman og ímynda sér að þeir séu að fara í ferð til London. Þar ætla þeir að dvelja þar í nokkra daga.
Þeir eiga að leita á Vefnum að ódýru hóteli á bilinu 80–140 pund fyrir tveggja manna herbergi. Það á að vera staðsett nálægt neðanjarðarbrautarstöð.
Flogið er með Flugleiðum beint til Heathrow-flugvallar. Þaðan er tekin lest til Paddington Station.
Ef flogið er með WowAir er lent á Stansted-flugvelli. Þaðan er lest til Liverpool Street Station. Síðan vinna nemendur eftirfarandi verkefni:
Kanna hvaða söngleiki er verið að sýna í London á þeim tíma sem dvalið er þar; einnig tíma og verð og hvort hægt sé að panta í gegnum Vefinn og greiða með greiðslukorti.

Þeir, sem áhuga hafa á að fara á fótboltaleik meðan á dvölinni stendur, athugi hvort, hvenær og hvar og hvaða lið verða að keppa. Ef leikurinn er ekki í London (t.d. í Liverpool eða Manchester), á að finna út hvernig hægt er að komast til staðarins með lest.

Nemendur kanni möguleika á að fara í kynnisferð um borgina.
Þeir athugi verð, tíma og ferðatilhögun og taka fram hvaða staðir verða skoðaðir í ferðinni.

Nemendur kynni sér helstu verslanir og útimarkaði í London.

Nemendur finni helstu söfn í London.
Þeir velja eitt af þeim og og skrifa stutta lýsingu á safninu (málverk, höggmyndir, fornleifar).

Bjargir

Ferli

Byrjið á að skoða í hverju verkefnið felst og hvað ykkur langar að gera meðan á dvöl ykkar stendur.
Skoðið bjargirnar sem fylgja þessum vefleiðangri.
Þið megið gjarnan leita sjálf á Vefnum eftir því sem þið hafið áhuga á.
Þá farið þið inn á leitarsíður, t.d. Google og notið leitarorð.

Mat

Nemendur vinna tveir saman í hópi eða einir sér.
Framlag hvers hóps, eða nemanda, fyrir sig á að senda í skýrsluformi sem viðhengi í tölvupósti til kennara.Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram í skýrslunni:

Allir nemendur:
Brottför og komutími Keflavík-Heathrow.Brottför og komutími Heathrow-Keflavík.Hótel: Nafn, staðsetning, verð, þægindi (WC, sturta, morgunverður o.s.frv.). Næsta neðanjarðarbrautarstöð.Lest frá Heathrow-flugvelli til Paddington Sation á komudegi. Brottfarartími lesta, verð og hve langan tíma ferðin tekur til London. Lest til Heathrow-flugvallar á brottfarardegi:Brottfarartími lestar frá Paddington Station miðað við brottfarartíma flugvélar frá Heathrow til Keflavíkur. Ath. ætlast er til að mætt sé á flugvöllinn u.þ.b. tveimur tímum fyrir brottför flugvélar.
Verkefni a), b), c), d) og e):
Nemendur skila upplýsingum um það sem beðið er um í fyrirmælunum.
Nú er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða!

Gangi ykkur vel!

Comment Stream