Þór sterkastur allra guða

Hann er sterkastur allra guðanna og manna. Hann á þar ríki er Þrúðvangar heita en höll hans heitir Bilskirnir
Þór á hafra tvo er svo heita: Tanngnjóstur og Tanngrisnir.

Hann á  þrjá kostgripi:
Einn þeirra er hamarinn Mjöllnir er hrímþursar og bergrisar kenna þá er hann kemur á loft, og er það eigi undarlegt.
Annan grip á hann bestan: Megingjarðir. Og er hann spennir þeim um sig, þá vex honum ásmegin hálfu.
Hinn þriðja hluta á hann, þann er mikill gripur er í, það eru járnglófar. Þeirra má hann eigi missa við hamarsskaftið. En enginn er svo fróður að telja kunni öll stórvirki hans. En segja kann eg þér svo mörg tíðindi frá honum að dveljast munu stundirnar áður en sagt er allt það er eg veit."

En þótt svo hafi verið að nokkur hlutur hafi svo verið rammur eða sterkur að Þór hafi eigi sigur fengið á unnið, þá er eigi skylt að segja frá, fyrir því að mörg dæmi eru til þess og því eru allir skyldir að trúa að Þór er máttkastur

Börn Þórs og Sifjar eru Ullur, Móði, Magni, Þrúður (Þjálfi og Röskva)
Ullur: Hann er bogmaður svo góður og skíðfær svo að enginn má við hann keppast. Hann er fagur álitum og hefur hermanns atgervi. Á hann er og gott að heita í einvígi

Comment Stream