Labrador retriver

Uppruni

Talið er að Labradorinn sé ræktaður út frá Water Spaniel, Saint Jones hundi,sem var uppruninn á Nýfundnalandi á 18. öld.

Sagan segir að enskir fiskimenn hafi tekið hundinn með sér til Englands frá Nýfundnalandi um 1830.

Hundur þessi var flugsyndur og hjálpaði hann veiðimönnum að innbyrða netin.

Talið er að Labrador sé komin til með kynblöndun Water Spaniels, Newfoundlender og Settera.
Labrador fékkst viðurkendur hjá breska kennel klúbbnum árið 1903 en þá var hann einungis til í svörtum lit. Síðar hafa komið ljósir hundar og súkkulaði brúnir
Labrador er greindur og vinalegur hundur sem nýtur gýfulegra vinsælda um allan heim og er talið að hann sé í hópi vinsælustu ræktunarhunda heims.
Labrador er frábær veiðihundur en vinsældir hans stafa hinsvegar af hvað hann er góður fjölskylduhundur.
Eiginleikar Labradorsins hafa einnig verið notaðir á öðrum sviðum og er hann vinsæll blindrahundur og fíkniefnaleitarhundur.
Labrador er geðgóður, námfús og glaðlindur hundur sem semur jafnan vel við önnur heimilisdýr.

Hreyfing
Labrador þarfnast töluverðar hreyfingar og almennrar þjálfunar.
Hann elskar að fá að synda. Labrador getur þó vel þolað borgarbygð svo framalega sem hann fái sína hreyfingu.Umhirða
Labrador hefur góðan og veðurþolinn undirfeld sem hrindir vel frá sér vatni. Yfirfeldur er snöggur, frekar grófur, þéttur og sléttur. Bursta þarf veldinn reglulega.
Labrador fer úr hárum. Hægt er að halda niðri mikklu hárlosi með góðu fóðri.

Útlit og litir

Labrador er með breitt höfuð og er ennisbrún greinileg. Augu eru miðlungsstór. Bringa er breið og brjóstkassi hvelfdur. Skottið minnir helst á oturskott en það er breiðast í skottrót. Trýni hans er kröftugt en ekki snubbótt.
Leifðir litir eru:
Einlitur svartur en þó má vera hvítur blettur í bringu.
Einlitur brúnn, lifrar- eða súkkulaðibrúnn, en má þó vera með hvítan blett í bringu.

Einlitur gulur, allt frá rjómagulum upp í rauðleitan lit (red fox)

Þó virðast brúnu hundarnir vera viðkæmari heldur en hinir, sérstaklega hvað matarofnæmi varðar.
Til að forðast að eiga hættu á að hundurinn fái matarofnæmi er best að halda sig við þann mat sem hann var á hjá ræktanda og forðast að gefa honum aukabita.
Svartur er ríkjandi í Labrador en guli og brúni liturinn eru víkjandi. Brúni liturinn var fyrst samþykktur á sjöunda áratug 20.aldar.
Brúniliturinn hefur þó veriða að ná gífurlegum vinsældnum hér heima seinustu árin.

Ég á til dæmis einlitan súkkulaði brúnann labrador 😊

Comment Stream