Kennsluáætlun
enska 10. bekk 2014 - 2015

Námsefni: SpotLight 10, hlustunaræfingar, frjálslestrarbækur, smásögur, bíómyndir og myndbönd, dagbækur, orðabækur og ýmis verkefni frá kennara.

Markmið: æfa hlustun og framburð, þjálfa lesskilning, þjálfa færni í tjáningu um áhugamál, atburði og getu til þess að endursegja sögu, þjálfa ritun t.d. með því að skrifa ýmsan texta.

Orðaforði: Þú þarft að standa skil á þeim orðaforða sem bekkurinn glósar sameiginlega. Eftir hvern kafla verður könnun úr orðaforða kaflans.

Lestur: Þú þarft að lesa a.m.k. tvær frjálslestrarbækur eða greinar, sjá neðst.

Málfræði: Óreglulegar sagnir, töluorð og þau atriði enskrar málfræði sem þarfnast yfirferðar hjá hverjum og einum.

  • Námsmat: Námsmat skiptist í prófs- og vinnueinkunn

Prófseinkunn fyrir hvora önn:

Orðaforðakönnun úr hverjum kafla 50%, Annarpróf (þ.m.t. munnlegt mat) 40%,

Einkunn eins verkefnis sem unnið er á önninni 10%

Verkefnaskil fyrir vinnueinkunn:

vinnubók 30%, bókaskýrslur 10%, ritunarverk (tengd viðfangsefnum í tímum, kvikmyndum, áhugasviði ofl.) aðra hverja viku 40%, virkni í tímum 20%

Áætlun um yfirerð vetrarins

Bókalestur fyrir hvora önn:

Finnið ykkur a.m.k. tvær bækur eða 3 – 5 greinar úr tímaritum. Passið að velja ykkur efni við hæfi. Skrifið um bókina/greinina/tímaritið gagnrýni (einnig er hægt að semja um að skila gagnrýninni í töluðu máli J )

Hvar er hægt að finna lestrarefni?

  • Á skólabókasafninu
  • Á bókasafninu á Króknum. Þar er fullt af enskum bókum sem má bara taka (og skilja eftir)
  • Hjá mér (ég á eitthvað af bókum, er áskrifandi af National Geographic)
  • Á netinu! Þá sendið þið mér slóðina, þið getið að sjálfsögðu skilað í tölvutæku formi
  • Reykjavík Grapevine er ókeypis dagblað fyrir enskumælandi og meira að segja borið í K.S.-ið okkar! Oft fínar greinar þar.
  • Skiptist sjálf á upplýsingum og lesefni. Þið eruð oft miklu upplýstari en þið gerið ykkur grein fyrir.