Bragi hafði mikla málsnilld og orðfimi og dregur hann nafn sitt af því. Kona hans heitir Iðunn. Hún geymir epli sem goðin eiga að bíta í þegar þau eldast og þá verða allir ungir aftur og verða til ragnarökkurs. Ljóð eftir Braga:

Gefjun dró frá Gylfa

glöð djúpröðul óðla,

svo að af rennirauknum

rauk, Danmarkar auka;

báru öxn og átta

ennitungl þar er gengu

fyrir vineyjar víðri

valrauf, fjögur höfuð.

Bragi & Iðunn

Comment Stream