Sólkerfið

Innra sólkerfið

Talið er að sólkerfið okkar hafi orðið til úr risavöxnu gas- og rykskýi fyrir um 4,6 milljörðum ára.

Sólkerfið skiptist í innra og ytra sólkerfi.

í innra sólkerfinu er meðal annars að finna:

 • Merkúríus - Innsta og minnsta reikistjarnan og hefur ekkert fylgitungl en yfirborðið er þakið gígum.
 • Venus - Önnur reikistjarnan frá sólu og er þriðja minnsta. Venus hefur þykkan lofthjúp sem er úr Koldíoxíði og frá henni eru mikil gróðurhúsaáhrif.
 • Jörðin - Þriðja reikistjarna frá sólu og fjörða minnsta. Jörðin er eina reikistjarnan sem hefur fljótandi vatn á yfirborðinu og eina sem hefur líf.
 • Mars - Fjórða reikistjarnan frá sólu og næst minnsta. Mars er með stærsta eldfjall sólkerfisins sem heitir Ólympusfjall og risa gljúfur eins og Marinergljúfrin.

Þessar reikistjörnur hafa allar fast yfirborð og eru kallaðar bergreikistjörnur.

Ytra sólkerfið

Í ytra sólkerfinu er að finna:

 • Júpíter - Fimmta reikistjarnan frá sólu og langstærst og er að mestu úr vetni og helíum.
 • Satúrnus - Er sjötta reikistjarnan frá sólu og næst stærst. Satúrnus líkist Júpíter mikið fyrir utan litríkan lofthjúpinn en þó má oftast sjá nokkur áberandi skýjabelti.
 • Úranus - Er sjöunda reikistjarnan frá sólu og þriðja stærsta. Úranus er einstök meðal reikistjarnanna að því leiti að möndulhalli hennar er svo mikill þannig að það lítur út fyrir að rúlli á hliðinni í kringum sólina.
 • Neptúnus - Er Áttunda reikistjarnar frá sólu og fjórða stærsta. Í lofthjúpi Neptúnusar sjást stór og áberandi dökkleit ský.

Sólmyrkvi

Sólmyrkvi er þegar tunglið fer fyrir sólina að hluta til eða í heild. Það gerist bara þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu. Sólmyrkvi verður næst á Íslandi 20 mars 2015 og hann verður almyrkvi og á að standa yfir í um 2-3 mínútur. Sólmyrkvi gerist ekki mánaðarlega útaf brautarplan tunglsins og brautarplan Jarðar eru ekki samsíða.

 • Almyrkvi - er þegar tunglið hylur alla sólina og sést bara á takmörkuðum svæðum á Jörðinni. Almyrki sást seinast á Íslandi 30 Júní 1954 og sést næst árið 2026.
 • Hringmyrkvi - er þegar sólin og tunglið liggja í beinni línu en tunglið sýnist vera minna en sólin og sýnist þá vera bjartur hringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi sást seinast á Íslandi 31 maí 2003 og næst árið 2048.
 • Deildarmyrkvi - er þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og tunglið hylur sólina aðeins að hluta.
 • Tunglmyrki - gerist bara þegar það er fullt tungl, þá fer jörðin fyrir tunglið þannig að sólin nær ekki að skína á tunglið.

Comment Stream